þetta líka fína veður
og við hjónin héngum inni nánast allan daginn, tókum til heima fyrir og undirbjuggum kvöldmatarboð. Haldiði að það sé. Reyndar fórum við í smá bíltúr, með drasl í Sorpu og svo smá bílasölurúnt...alltaf gaman að því.
Við grilluðum lambafillet og grænmetisspjót, svo gæddum við okkur á þessu með kartöflugratíni, salati og góðu rauðvíni. Áttum skemmtilegt kvöld með vinum okkar. Að sjálfsögðu horfðum við á Eurovision keppnina og er ég bara mjög sátt við val þjóðarinnar. Lagið finnst mér mjög gott frá fyrstu hlustun, þ.e. maður þarf ekki að hlusta á það mörgum sinnum til að finnast það áheyrilegt, en það mun vera kostur við Eurovisionlag, ekki satt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim