sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bookmark and Share

þetta líka fína veður


og við hjónin héngum inni nánast allan daginn, tókum til heima fyrir og undirbjuggum kvöldmatarboð. Haldiði að það sé. Reyndar fórum við í smá bíltúr, með drasl í Sorpu og svo smá bílasölurúnt...alltaf gaman að því.
Við grilluðum lambafillet og grænmetisspjót, svo gæddum við okkur á þessu með kartöflugratíni, salati og góðu rauðvíni. Áttum skemmtilegt kvöld með vinum okkar. Að sjálfsögðu horfðum við á Eurovision keppnina og er ég bara mjög sátt við val þjóðarinnar. Lagið finnst mér mjög gott frá fyrstu hlustun, þ.e. maður þarf ekki að hlusta á það mörgum sinnum til að finnast það áheyrilegt, en það mun vera kostur við Eurovisionlag, ekki satt?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim