fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bookmark and Share

hvað skal segja


ég veit það bara eiginlega ekki. Hausinn á mér er fullur af alls konar hugsunum sem flestar tengjast kennslu á einn eða annan hátt. Hvað get ég gert til að gera þetta skemmtilegra? Hvað get ég gert til að fá krakkana til að lesa heima? Ég þarf að búa til þetta próf og hitt prófið. Ég á eftir að skipuleggja þetta. Mér finnst ég sko ekki vera búin í vinnunni þó að ég sé komin heim, enda á ég það til að dröslast heim með hinar og þessar bækur og verkefni til að vinna í. Það er meira en að segja það að byrja að kenna. Fyrstu árin eru mjög erilsöm og eyðir maður miklum tíma í undirbúning og yfirferð. Það kemur víst með reynslunni. Ekki misskilja mig, mér finnst þetta starf mjög gefandi þó það sé krefjandi. Það er alltaf gaman að sjá nemendur sína ná árangri og bæta sig í náminu. Ætli öll störf hafi ekki sínar góðu og slæmu hliðar.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim