það er lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Við fórum austur síðustu helgi og þar var pallurinn kláraður og við Kalli bjuggum til eldstæði fyrir sunnan pallinn, svakalega flott. Þar kveiktum við smá varðeld á laugardagskvöldið. Sátum í kring um hann og sungum ættjarðarsálma. Svakalega huggulegt. Núna sit ég heima á daginn og reyni að huga að komandi önn. Stundum finnst mér svolítið erfitt að halda mér við efnið, á það til að finna mér eitthvað allt annað að gera en það sem ég ætti að vera að gera. Til dæmis að blogga þegar ég á að vera að lesa! Maður ætti kannski bara að hætta þessu bloggrugli...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim