einhvern tímann er allt fyrst
Þá er fyrsti vinnudagurinn hans Kalla míns hjá Chevron/Texaco runninn upp. Það fer að líða að hádegi og ég hef ekkert heyrt frá honum. Ekki það að ég sé með neinar áhyggjur, ég veit að hann mun standa sig vel. Þeir sem þekkja hann vita að hann er fullur metnaðar. Ég hef bara hangið hér inni á hótelherbergi, að vinna upp internetleysið á undanförnum dögum. Rak nefið aðeins út fyrir áðan, bara ágætis veður, sól og blíða en ekki of heitt, um 20 stig (eins og á Íslandi). Vantar bara helv...sundlaugarbakkann, þarf ekki einu sinni að vera vatn í lauginni fyrir mér, bara staður til að sitja úti með bók í annarri og bjór í hinni. Ætli ég fái mér ekki bara smá göngutúr um nágrennið, held að það sé einhver garður (park) hér handan hornsins, kannski get ég lesið þar (skólinn byrjar nefnilega hjá mér í næstu viku).
Arnór (maðurinn hennar Heiðbráar)á afmæli í dag. Til hamingju með daginn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim