föstudagur, júní 04, 2004

Bookmark and Share

á feeeeerðalagi


Í fyrramálið er stefnan tekin á Wildlife Ranch rétt hjá San Antonio. Þetta er nokkurs konar dýragarður sem býður upp á African Safari í Texas stíl. Veit ekki meir. Kate ætlar að sækja mig á eftir og við ætlum að elda okkur eitthvað gott heima hjá henni og smyrja okkur nesti fyrir morgundaginn. Ég ætla að gista hjá henni því við förum þaðan um sjöleytið í fyrramálið. Það verður örugglega gaman.

Það er svo hrikalega heitt hérna núna að ég er fegin að komast til Íslands í júlí og Californiu í ágúst, því það á eftir að verða ennþá heitara hér í Texas þá. Hitinn er um 35 gráður á daginn. Ég gerði heiðarlega tilraun til að lesa við sundlaugina, en entist ekki einu sinni í klukkutíma. Það var svo heitt að svitinn bókstaflega lak af manni. Gott að komast inn í loftkælinguna, þó hún sé ekki mjög mikil hér. Aftur á móti er svo ógeðslega kalt í byggingunni sem tíminn er í í skólanum að það hálfa væri nóg. Loftkælingin þar er miðstýrð þannig að það er ekki hægt að eiga við hana í stofunum. Það er svo kalt að maður mætir í sokkum og strigaskóm (enga sandala, þá fá tær að frjósa) og ég tek með mér flíspeysu. Reyndar er verið að gera grín að Íslendingnum sem þolir ekki smá kulda.

Allavega, góða helgi og góða skemmtun á óformlega ættarmótinu.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim