miðvikudagur, júní 02, 2004

Bookmark and Share

Grasekkjur í hverju horni


Shirlee grasekkja bauð mér og Kate, hinum grasekkjunum, í mat í gær. Við nýttum tækifærið og gæddum okkur á því sem karlarnir okkar eru ekkert allt of hrifnir af, spaghetti með fullt af sósu og ostabrauði með hvítlauk. Eftir matinn fórum við í vinsæla ísbúð hér í bæ og fengum okkur smá eftirmat. Veðrið var rosalega gott þannig að við sátum á bekk fyrir utan ísbúðina og slöfruðum í okkur ísinn áður en hann bráðnaði allur. Svo fórum við smá rúnt og keyrðum framhjá bíóinu þar sem við ákváðum bara að skella okkur í tíubíó. Troy varð fyrir valinu, enda höfðum við heyrt að Pittarinn sýndi mikið skinn í þeirri mynd, sem og hann gerði, ekki slæmt það. Myndin var annars bara fín. Var reyndar að bíða alla myndina eftir því að Akkílesarhællinn kæmi til sögunnar. Myndin var ekki búin fyrr en hálftíma yfir miðnætti og þegar ég kom heim varð ég auðvitað að hringja í minn eina sanna, þannig að míns var frekar sybbin í tímanum í morgun. Kannski ég fái mér bara eina stutta kríu fyrir heimanámið.

Anyways....grasekkjukvöldið var bara vel heppnað og þau verða væntanlega fleiri í framhaldinu.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim