þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Bookmark and Share

heimsk tenging og fínt ferðalag


Í dag er 16. ágúst, sem þýðir það að Páll á Fossi og Auður frænka í Canada áttu afmæli í gær. Því miður komst ég ekki á netið í gær til að setja inn afmæliskveðjur...nettengingin er í algjöru hassi og svo komum við líka svo seint heim úr helgarferðarlaginu. En allavega þá vil ég óska þeim innilega til hamingju með afmælin!!! Chillen

Við fórum í Yosemite Þjóðgarðinn á laugardaginn þar sem við keyrðum upp í yfir 3000 metra hæð yfir sjávarmál og geðveikt útsýni. Svo keyrðum við í norðurátt seinnipartinn til að finna okkur gistingu fyrir nóttina, þar sem við ætluðum að Lake Tahoe daginn eftir (sem er rúma 3 tíma fyrir norðan Yosemite)...það var barasta ekkert laust, lítil skítamótel voru meira að segja uppbókuð. Við enduðum í Reno sem er í um klukkutíma akstur lengra en við ætluðum. Svo ókum við um Lake Tahoe...risastórt vatn....ógeðslega flott...ég set inn myndir fljótlega....þær segja meira en þúsund orð!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim