mánudagur, september 27, 2004

Bookmark and Share

je minn eini!!!


hvað það var gaman hjá okkur um helgina. Í gær tókum við þátt í góðgerðarstarfsemi og tíndum rusl við eina götu í College Station. Að því loknu fórum við í golf, þar sem við spiluðum níu holur. Það gekk nú ekkert allt of vel, ég náði samt einum fugli á par 3 braut. Kalla gekk betur en mér, en gekk samt ekkert allt of vel. Hann paraði eina holu. Um kvöldið fórum við til Houston með Jerod og Kate og Dave og Shirlee. Við gistum heima hjá foreldrum Daves. Tveir vinir hans eiga saman lítinn spíttbát sem við fengum lánaðan og fórum á sjóskíði á vatni í grenndinni. Það var ekkert lítið gaman en ógeðslega erfitt. Mér tókst að standa upp á skíðunum í fyrstu tilraun en síðan ekki söguna meir, ég bara datt og datt og datt, en það var samt gaman. Kalla gekk vel að strögglast á skíðunum. Held að við höfum bara staðið okkur vel miðað við að vera algjörir byrjendur í þessu sporti. Því miður gleymdum við myndavélinni heima hjá foreldrum Daves þannig að engar sannanir eru fyrir þessu ævintýri okkar. Við verðum bara að endurtaka þetta fljótt aftur og muna þá eftir myndavélinni.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim