miðvikudagur, september 29, 2004

Bookmark and Share

sló mó


Ég er í skólanum að prenta út nokkrar greinar á pdf formi fyrir tíma í næstu viku. Það gengur svo rosalega hægt að ég ákvað bara að bulla eitthvað hér inn á meðan. Ég var í "framtíðar"-tíma (Futuring). Það er mjög áhugavert, við erum að spjalla um framtíðina og setja fram kenningar um hvernig ákveðnir hlutir munu hugsanlega þróast í framtíðinni. Eitt verkefni er að hanna 50.000 manna borg árið 2015-2030. Við þurfum að reyna að taka fyrir sem flest smáatriði, eins og orkunotkun, hús, atvinnu, umhverfið, skólakerfi, heilbrigðiskerfi, matvæli, þjónustu, löggæslu, samgöngur o.s.frv. Þetta verður eflaust mjög áhugavert verkefni.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim