föstudagur, október 01, 2004

Bookmark and Share

mikið rétt hjá þér...


frændi kær...það voru kappræður á milli Bush og Kerry í gærkveldi. Ansi áhugavert að hlusta á þessa mjög svo ólíka menn ræða um 'heimsmálin' (þ.e. Íraksstríðið). Þeir sögðu það sama aftur og aftur og aftur...Kerry ítrekaði það oft og mörgum sinnum að hann hafi barist í Víetnamsstríðinu og Bush síendurtók að það væri mjög erfitt að eiga í stríði (sérstaklega fyrir hermennina). Mér finnst bara svo fyndið að sjá Bush tala, greyið getur varla komið frá sér heilli setningu af viti. Svo getur maður ekki annað en brosað að því hvað sumar eftirhermurnar ná honum og hans töktum asskoti vel.
Debate

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim