laugardagur, október 02, 2004

Bookmark and Share

Svefnlítil nótt


Thunder Það gekk hér yfir þrumuveður í nótt. Aðvörun var gefin út í gærkvöldi og rétt eftir miðnætti skall það á. Ég fylgdist aðeins með því áður en það kom hingað og ég sá eldingarnar í fjarska, þær skullu hver á eftir annarri með mjög stuttu millibili. Með þessu fylgdi hellidemba og vindur sem gerði það að verkum að það var erfitt að sofna, enda skullu eldingar til jarðar hér rétt fyrir utan...þvílíkar sprengingar og læti. Það var eins og maður væri stórstjarna með trilljón paparazzi ljósmyndara á glugganum hjá sér, herbergið lýstist gjörsamlega upp. Svo gekk þetta yfir, en ég var samt alltaf að vakna við bröltið í Kalla greyinu. Hann var alltaf að hósta og fór alla vega tvisvar fram í nótt. Við erum nefnilega bæði búin að vera hálf tuskuleg. Ég er búin að vera með hausverk og hósta í meira en viku og fékk kvef í kaupbæti. Ætli mér hafi ekki tekist að smita Kalla, því nú er hann sí hóstandi og kvefaður. Ég er orðin miklu skárri, sem betur fer því ég er hundleið á þessum aumingjaskap.
Big SneezeSick In Bed

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim