laugardagur, nóvember 20, 2004

Bookmark and Share

damm daramm


Mér finnst þetta nú ekki vera mjög góð frammistaða hjá mér þegar kemur að bloggskrifum. Maður ætti náttúrulega að skrifa hér inn á hverjum degi og, trúið mér, ég hugsa um það á hverjum degi "jæja, nú ætti ég að fara að skrifa inn á bloggið". En neeeei, ég bara stundum hef ekkert að segja...ég er svona eins og þessi blessaða fjölskylda mín...
ég: er eitthvað að frétta?
fjölskyldumeðlimur: neeei, það er ekkert að frétta!
Samt frétti ég það nú frá Gumma (ath! ekki frá fjölskyldunni) í gær að hann bróðir minn væri búinn að selja mustanginn sinn, elskuna sína, FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM og æki nú bara um á gráum Nissan Sunny, árgerð 91 (jammz, hann er á mömmubíl). Þar sem maður hefur ekki mörg tækifæri til að leita frétta af ættingjum og vinum, og fær fáar fréttir, þá finnst manni allt fréttnæmt, sama hversu lítilvægt það er (samt ekki að einhver hafi rekið við eða gert nr. 2, það er ekki fréttnæmt).

Af okkur er það að frétta að okkur langar í Ping golfsett (ég held nefnilega að það sé kylfunum að kenna að ég sé léleg í golfi) og við reynum að vera ofboðslega dugleg í skólanum...sem er ekkert nýtt...bara það að ég er ofboðslega óskipulögð eitthvað...já, Linda mín, hún systir þín er orðin óskipulögð...en er samt ennþá með handklæði í stíl inni á baði. Ég hlýt að verða skipulögð aftur þegar verkefnavinnunni lýkur...henni hlýtur að fara að ljúka bráðum...en ekki fyrr en ég geri eitthvað í því...djís, nú er ég búin að tapa mér, farin að bulla hægri-vinstri. Þetta gerist víst þegar maður hefur svosem ekkert að segja.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim