litli heimurinn
Þetta er nú svolitið lítill heimur stundum. Ég fór á bókasafnið í gær og fékk lánaða myndbandsspólu til að nota í fyrirlestri. Ég var í stuttermabol með íslenska skjaldamerkinu á. Strákurinn sem var að afgreiða mig spurði fyrst hvort ég væri frá Noregi. Neee, ég sagðist vera Íslendingur. "Já, ertu frá Íslandi!! Ég þekki nefnilega Íslending". "Nú", segi ég, "en sniðugt"."Já, hann heitir Vignir Stefánsson". Ég kveikti nú ekki alveg strax, en svo sagði hann að hann hafi veríð hér í Texas A&M 1999 og væri nú með konunni sinni í Clemson, þar sem hún væri á styrk. "Jiii...ég þekki hann" hrópaði ég. Hann var í sveit hjá mömmu eins besta vinar míns!" Þá er þetta Vignir hennar Gunnu Páls sem var í sveit hjá Siggu í Eystri-Skógum, en hann var hér á júdóstyrk í skamman tíma. Hyeyeong, vinkona mín sem var með mér þarna, varð svo hissa...hún sagði..."Hey, þið þekkið sama Íslendinginn!". Reyndar er Ísland nú ekki stórt land, en maður þekkir nú ekki alla þar þó maður þekki alltaf einhvern sem þekkir einhvern sem hinn þekkir...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim