þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Bookmark and Share

Efni: ógilding útskriftar


Samkvæmt okkar gögnum hefur þú ekki náð mikilvægum eindögum til að útskrifast í desember 2004. Við höfum fjarlægt nafn þitt af listanum yfir útskriftarnemendur í desember 2004.

Ef þú telur þig geta uppfyllt skilyrðin, þarft þú að sækja aftur um útskrift í Maí 2005 og greiða útskriftargjöld aftur....

Þennan tölvupóst fékk ég í gær og litla hjartað mitt hætti að virka um stund. Afraid Crumbled HeartÉg skildi ekkert hvað var í gangi, þannig að ég leit aftur á það sem ég þurfti að gera til að útskrifast og gat ekki betur séð en allt ætti að vera í lagi. Ég skoðaði 'hindranir' og sá að ég var með eina hindrun frá International Student Services (ISS) síðan 22. október...enginn hafði látið mig vita af því (hindrun þýðir yfirleitt að einhver gögn vantar til að maður geti haldið áfram námi eða skráð sig í kúrsa á komandi önn). Ég hjólaði uppí ISS og athugaði hvað væri í gangi. Þar var mér sagt að það væri alltaf sett upp hindrun fyrir þá nemendur sem sækja um tímabundið atvinnuleyfi að lokinni útskrift og það ætti ekki að hafa áhrif á útskriftina þar sem hindrunin þýði bara að nemandi geti ekki haldið áfram námi og haft atvinnuleyfið á sama tíma. Obbossí...hvað er þá í gangi. Ég rúllaði mér yfir til OGS (Office of Graduate Studies), þaðan sem tölvuskeytið kom og hitti þar konuna sem sendi það. Þegar ég bar upp erindið brosti hún og bað um að sjá nemendaskírteinið mitt. Ég rétti henni það og hún sagði: "Ahh, þú er í A-unum. Ég biðst velvirðingar en ég var að senda einum nemenda þetta skeyti og ýtti óvart á vitlausan takka þannig að það fór af stað á alla útskriftarnemana" Þökk sé Guði...ég fór næstum því að grenja fyrir framan konuna, mér var svo létt. Sobbing Svo fór hún í tölvuna sína og athugaði hvort það væri ekki örugglega búið að ógilda ógildinguna. Hún hafði víst reynt að endurkalla tölvuskeytin, en það hafði þegar náð til 13 nemenda fremst í stafrófinu. Blessuð kerlingin, gaf mér vægt áfall. Nei það var reyndar ekki vægt, heldur heilmikið áfall sem rændi mig svefni í nótt.
Counting Sheep
Asskotass vesen að vera allt í einu komin fremst í stafrófið...það er miklu betra að vera bara í Í-unum fyrir miðju.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim