mánudagur, nóvember 22, 2004

Bookmark and Share

Semiquaver 2já það er allt á floti alls staðar...Keyboard


Thunderstorms
Bókstaflega. Það er búið að rigna hér stanslaust síðan seinnipartinn í gær...heilan sólarhring...og það er ekki bara rigning, heldur þrumur og eldingar. Meira að segja tornado warning hér rétt fyrir sunnan okkur. Svo er náttúrulega heldur dimmt úti þannig að ég er bara drullusyfjuð allan daginn...líkaminn heldur að það sé bara endalus háttatími.

Til að koma einhverju í verk í náminu mínu fór ég á bókasafnið í gær þegar það opnaði og nældi mér í vinnuherbergi og fartölvu...þar sat ég í fjóra tíma og skrifaði í annarri ritgerðinni minni, þangað til ég þurfti að hitta hópinn minn til að undirbúa kynningu á miðvikudaginn. Mér varð bara þó nokkuð úr verki, kláraði næstum ritgerðina. Svo nennti ég ekki út í þessa grenjandi rigningu í dag og hélt mig bara heima...og viti menn...ég hef lítið sem ekkert gert af viti í allan dag. Too many distractions!!! Held að ég fari upp á bókasafn á morgun líka, það virðist vera það eina sem virkar á mig um þessar mundir.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim