Algjör haugur
ég er búin að vera svo löt undanfarið. Ég kláraði uppkast að ritgerðinni minni sem ég skilaði til kennarans á þriðjudaginn, svo fór ég í síðasta tímann í hinum kúrsinum á miðvikudaginn þar sem ég skilaði inn lokaprófinu. Eftir það hef ég bara verið að slæpast. Ég bíð bara eftir að fá ritgerðina aftur svo ég get lagfært hana og skilað henni inn fullkláraðri, þá er ég búin. Síðasti tíminn í þeim kúrsi er reyndar á þriðjudaginn, en það er bara formsatriði að mæta þangað, bara verið að binda lausa enda. Ætli ég fari þá bara ekki að komast í jólaskap fljótlega. Jii, það varður skrýtið að vera ekki heima um jólin og áramótin. Það verður víst enginn snjókarlagerð um þessi jól eins og síðustu jól þegar við bjuggum til kúrekasnjókarlinn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim