fimmtudagur, janúar 13, 2005

Bookmark and Share

We are the Aggies, the Aggies are we...


Mikið er ég glöð núna...við vorum að koma af körfuknattleiksleik þar sem Texas A&M var að keppa við erkifjendurna með löngu hornin frá Austin (Texas Longhorns...Longhorns=nautin með löngu hornin...) og ekki síðan 1994 hefur A&M náð að knýja fram sigur, þangað til í kvöld...þetta var frábær leikur (enda vann mitt lið...Gig'Em Aggies...Whoop!)Það var sett met í áhorfendafjölda, enda mættu hvorki meira né minna en 12.811 manns á leikinn, svaka stemning.

Fyrr í dag fór ég á fund hjá CSISD (College Station Independent School District) þar sem ég skráði mig á lista yfir forfallakennara. Vonandi fæ ég einhverjar símhringingar, þó þær geti komið á milli 6 og 7 á morgnana...enda mæting hálf átta í marga skólana. Kate vinkona mín er einmitt að kenna í College Station og þarf vinnu sinnar vegna að fara út úr bænum margar helgar með ræðulið á mót hingað og þangað um ríkið. Hún getur beðið um að fá mig til að kenna fyrir sig þá föstudaga sem hún þarf að fara úr bænum...sambönd!!! Þetta verður eflaust góð reynsla fyrir mig, svo lengi sem ég fái eitthvað að gera. Vonandi að ég geti höndlað amerískar kennslustundir! Það hlýtur að reddast...er það ekki annars? Jæja, það kemur þá bara allt í ljós þegar á reynir. Djís, er samt pínu stressuð...að fara að kenna 'útlenskum' krökkum á 'útlensku'...hvað ef ég veit ekkert um það sem ég á að kenna...

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim