hvað skal segja...
enn er fátt fréttnæmt hjá okkur. Ég er búin að lesa fjórðu Harry Potter bókina, Kleifarvatn eftir Arnald og er byrjuð á fimmtu Harry Potter...allt mjög skemmtilegar bækur. Kalli byrjar í skólanum í næstu viku, en er þegar byrjaður að vinna fyrir prófessorana. Mamma og pabbi stefna á að koma til okkar í mars. Mikið hlakka ég til, það verður gaman...einhver rúntur verður tekinn um Texas og jafnvel "nærliggjandi" ríki. Það hlýtur eitthvað markvert að gerast þangað til...það bara hlýtur að vera!

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim