mánudagur, janúar 17, 2005

Bookmark and Share

Reykjav...nei...Austin, já einmitt


Það var bara svaka fjör hjá okkur um helgina. Við fórum semsagt til Austin strax eftir kennslu á föstudaginn. Við fórum út að borða á mexíkóskan stað, sem var svona la la. Eftir það fórum við heim til Franks, vinar Jerods og Kate, þar sem við gistum og spilaður var póker fram á kvöld, svaka stuð. Á laugardaginn fórum við svo með Jerod og Kate í outletin í San Marcos, en litið sem ekkert var verslað. Um kvöldið fórum við heim til bróður hennar Kate,en hann býr ásamt konu sinni í íbúð í miðbæ Austin. Við borðuðum á stað sem heitir Noodle-ism og býður aðallega upp á kínverskan mat, þ.e.a.s núðlur. Við Kalli beiluðum á þeim asíska og fengum okkur ítalskan...fettucini og ravioli...æ, var bara ekki í stuði fyrir kínverskan. Eftir matinn var haldið á pöbbarölt í miðbænum. Maður hefur ekki farið á svoleiðis í langan langan tíma. Allt þetta endaði á nokkurri ölvun og fannst manni maður bara vera kominn til Reykjavíkur; það var ansi svalt og maður var á rölti í miðbænum þar sem var krökkt af mjög svo ölvuðu og vitlausu fólki á ýmsum aldri. Man samt ekki eftir að hafa séð löggur á hestum í Reykjavík. Seinnipartinn í gær héldum við heim á leið, sumir þynnri en aðrir.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim