mánudagur, febrúar 14, 2005

Bookmark and Share

blessað lýsið...


ég var að keyra heim úr vinnuni um daginn og var með kveikt á útvarpinu. Útvarpsmaðurinn var að segja frá rannsókn sem var gerð á lýsi (fish oil) og áhrifum þess á námsárángur (en það er fullt af omega3 fitusýrum sem eiga að vera rosa hollar fyrir okkur). Rannsóknin fór þannig fram að hópi nemenda var gefið lýsi á hverjum degi, svo var fylgst með frammistöðu þeirra í náminu og niðurstöðurnar bornar saman við fyrri námsárángur. Eftir lýsistöku í nokkurn tíma fóru nemendurnir að sýna miklar framfarir. Þeir voru orkumeiri og einbeittu sér betur og lengur, sem leiddi til bóta í náminu. Eftir að hafa sagt frá þessari rannsókn sagði útvarpsmaðurinn (á ensku náttúrulega): "Hvar var þetta lýsi þegar ég var að læra fyrir samræmdu prófin?" Ég hugsaði með mér: "Duuhh, á Íslandi auðvitað". (Kaninn soldið á eftir...)

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim