ekki bara enska!!!
neibbs, ég er víst ekki bara enskukennari, heldur var ég fengin til að kenna lífsleikni og vera með umsjón yfir einum nýnemabekknum. Það er nú svolítið skondið að ég var nýkomin af fundi með stjórnendum og öðrum nýjum kennurum þar sem fram kom að nýjum kennurum væri ekki falið það verkefni að sjá um umsjón, heldur myndu þeir vera til aðstoðar fyrir umsjónarkennarana til að byrja með. Reyndar er þetta bara til afleysingar þangað til ég tek við af bumbulínunni í október. Hingað til hefur allt gengið vel og bekkirnir mínir eru mjög fínir.
Það er nú ekkert lítið magn pappírs sem gengur handa á milli í skólunum. Mér finnst ég eyða heilu tímunum í að prenta út og ljósrita alls konar verkefni og annað tengt starfinu. Það fer mikill tími í ýmis konar undirbúning, sérstaklega fyrir svona grænan kennara blautan á bakvið eyrun (mig!) Maður er soddan kjúlli í þessu öllu saman og því ekki vanþörf á að skipuleggja sig vel. Maður hlýtur síðan að læra með tímanum að babla um námsefnið tímunum saman.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim