fimmtudagur, september 01, 2005

Bookmark and Share

er ekki tími til kominn að....


maður er ekki langt frá því að vera barasta letibloggari. Veit svosem ekki hvað ég á að segja, heilinn minn er í graut. Það er víst svolitið mikill undirbúningur sem fylgir því að byrja að kenna. Maður hefur nú ekki mikla inneign á þeim reikningi í reynslubankanum. Þegar ég kem heim úr vinnunni langar mig ekki að gera neitt, bara slæpast og horfa á eitthvað heiladautt í sjónvarpinu. En núna fer að koma smá rennsli í starfið og mikill undirbúningur að baki og þá fer allt að komast í fastari skorður...vonandi. Jæja, nóg af þessu bulli.

Maður hefur oft heyrt um þennan víðfræga lukkupott sem hinir og þessir detta í. Ég tel mig vera mjög lukkulega manneskju þó að ég hafi ekki lent í svona potti. Kannski er Kalli minn lukkupottur, því hann varð svo heppinn á dögunum að vinna helgarferð fyrir tvo til hinnar rómantísku borgar Parísar. Ætli maður verði ekki að fara að dusta rykið af frönskunni og panta miðana. Einn óprúttinn náungi reyndi að fá Kallann minn til að heita á sig, en hann er svo vel upp alinn, þessi elska, og tók ekki annað í mál en að taka sína ástkæru (nefnilega mig) með sér.

Fyrir utan París er stefnan okkar tekin á Eyfa annað kvöld með mömmu og pabba og svo Réttirnar aðra helgi...ohhh ég hlakka svo til. Fyrir ykkur sem hafið ekki tekið eftir því, þá höfum við Kalli nefnilega misst af réttunum tvö ár í röð.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim