full virkni
já, ég er búin að vera svakalega virk eitthvað í dag...í morgun bjó ég til nokkrar krossaspurningar úr Harry Potter. Svo hringdi Díana í mig og ég skellti mér á skauta með henni og Áslaugu Mörtu. Vil taka það fram að við stóðum okkur svakalega vel þar sem liðin eru öruggega 15 ár frá því við fórum á skauta síðast! Áslaug Marta var rosalega fljót að ná þessu og var aðeins farin að skauta sjálf eftir einungis klukkutíma. Algjör hetja. Eftir skautana fórum við hjónakornin á mini bílasölurúnt í leiðinni í Bása, en þar slógum við úr einni stórri fötu. Fyrir þá sem ekki vita hvað Básar eru þá hefur það ekkert með fjós að gera, heldur er þetta æfingasvæði fyrir golfara. Golfæfingin gekk hrikalega illa og annaðhvort mætir maður þarna í hverri viku eða hættir þessu bara alveg því það er rosalega þreytandi að vera alltaf að byrja upp á nýtt á hverju einasta ári. Þegar við komum heim eftir golfvonbrigðin tók við undirbúningur fyrir kvöldmatinn. Ég tók aðeins til heima og bjó til kartöflugratín á meðan Kalli þreif bílinn og fór í Bónus og Nóatún til að kaupa það sem vantaði. Svo fengum við hóp af fólki í mat, góðan grillmat. Núna slökum við bara á í sófanum og glápum á imbann.
Fyrir ykkur sem langar að fara út á lífið í kvöld er hin bráðskemmtilega hljómsveit The Lost Toad að spila á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld. Endilega að drífa sig þangað!!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim