prófraunir
Mig langar að spyrja ykkur sem eruð í sambandi og þá sérstaklega konur einnar spurningar: Kemur það fyrir að þið leggið 'próf' fyrir manninn ykkar? Leyfið mér að útskýra. Ég nefnilega stend mig að því að leggja próf fyrir manninn minn, og þá er ég ekki að tala um skriflegt próf heldur verklegt sem tengist iðulega heimilisstörfunum eða einfaldlega bara frágangi. Ég er ekki að segja að ég sé snyrtilegasta manneskja í heimi með tiltekt og hreingerningu á heilanum, langt í frá. En stundum bara læt ég það vera að taka glösin hans og fara með þau í vaskinn, vaska upp, tína fötin upp af gólfinu við rúmið eða setja ekki nýjan ruslapoka í ruslið eftir að hann fór út með það (að sjálfsdáðum...duglegur), bara svona til að sjá hversu lengi það verður þarna óhreyft. Ég skal segja ykkur það að ég hef séð myglaða botnfylli af kók í glasi! Í lang-flestum tilvikum tapa ég...þ.e.a.s. gefst upp og sé um þetta. Með öðrum orðum þá get ég ekki sagt að hann hafi staðist prófið. Ég veit að sumir hugsa núna (og er ég með ákveðnar manneskjur í huga) að hann sé að prófa mig og mikið er ég nú 'slow' að ganga frá...eða að mikið skuli ég vera mikill 'sucker' að falla fyrir þessu...en stundum pirra ég mig yfir þessu. Hvers vegna er ég að pirra mig yfir svona smáhlutum? Er ég að breytast í mömmu mína (sem er hin fínasta manneskja, ekki leiðum að líkjast þar...en samt)? Væri ekki bara einfaldara að ganga frá þessu strax og láta það gott heita? Er ég nokkuð ein á báti í þessum hlutum? Er ég biluð? Nei, annars ekki svara síðustu spurningunni...held ég viti svarið við henni sjálf.
Að lokum, ein spurning til karlmanna: Takið þið eftir svona hlutum?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim