sunnudagur, ágúst 12, 2007

Bookmark and Share

það hlaut að koma að því


að maður þarf að fara að vinna aftur fyrir alvöru...kennslan byrjar í næstu viku og því skal þessi vika fara í undirbúning. Æ, það verður bara fínt að komast aftur í rútínu, hætta að hlaupa um eins og hauslaus hæna...

...að allt öðru. Við buðum tengdafjölskyldunni í mat í gær og átum á okkur gat. Lambakjötið er alltaf gott á grillið. Samviskan lét þó heyra í sér eftir allt átið og við Kalli ákváðum að slást í för með systrum hans og mági sem höfðu ákveðið að ganga á Esjuna þá um kvöldið (þar sem þeirra samviska hafði líka hátt!!!). Ég hef aldrei gengið á Esjuna og var bara mjög spennt að gera það, enda dýrindis veður úti, logn og blíða. Ég verð þó að segja að eftir smá labb sá ég að þetta var ekki eins tignarleg ganga og ég hafði séð fyrir mér. Esjan er jú tignarleg og útsýnið frábært...en ég sá mig ekki fyrir mér móða og másandi, hálf skríðandi og slefandi megnið af leiðinni!!! Það var hávaðarokrassgat á Esjunni, og við vorum með rokið í fangið alla leiðina upp. Hluti af leiðinni var ansi brattur og grýttur og á köflum hélt ég að ég myndi gefast upp, en þar sem ég taldi víst að Steinninn væri rétt handan hæðarinnar ákvað ég að láta mig hafa það og hélt áfram. Þegar ég komst yfir þennan grýtta og bratta kafla sá ég að ég átti svolítið meira eftir en ég hélt..."hvar er þessi fo#$@ing Steinn!?"" Þar sem ég var komin yfir brattasta hlutann hélt ég áfram og reyndar var þessi síðasti spölur auðfarinn og verð ég bara að segja að mín var barasta nokkuð léttfætt, enda ekki mikið upp í móti. Loksins sá ég glitta í þennan blessaða og umtalaða stein. Ég teygði á þreyttum vöðvum í smá stund, en Anna Lára og Simmi höfðu haldið áfram upp á toppinn. Skýin rúlluðu niður af toppnum og það var orðið ansi hvasst þarna uppi. Kalli skellti sér áleiðis á toppinn en við Birna Björg ákváðum að fara bara sömu leið niður, enda orðið ansi kalt. Svo hittumst við aftur neðarlega í fjallinu þar sem leiðir okkar lágu saman. En hin fóru aðeins styttri leið niður. Þetta tók okkur tvo og hálfan tíma og var miklu erfiðara en ég hafði ímyndað mér. Svo komum við heim í lognið í Grafarvoginum. Það er greinilegt að mitt litla og lélega form er ekki vant fjallgöngu. Ég er mjög ánægð með okkur að hafa drifið okkur upp. Næsta Esjuferð verður þó væntanlega farin í lygnara veðri.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim