mánudagur, september 24, 2007

Bookmark and Share

hmmm.....


ég er nú meiri letibloggarinn...og ég geri mér alveg grein fyrir því. Ég bara nenni ekki að blogga, mér finnst ég ekki hafa neitt að segja. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð!

Það er annars ósköp lítið að frétta. Ég er enn að kenna ensku í Borgó, Kalli er enn að vinna hjá Landsbankanum, við búum enn í litlu íbúðinni okkar í bláa húsinu. Reyndar erum við búin að fá nýjan bíl, en erum ekki búin að ákveða okkur hvort við ætlum að eiga hann eða selja. Við fórum austur um helgina þar sem við grunnuðum efni í þakskyggnið á húsinu hjá mömmu og pabba og fórum á músaveiðar. Utan þess lágum við í leti og horfðum á sjónvarpið...alveg eins og það á að vera.

Dagný dúlla átti afmæli um helgina og varð hvorki meira né minna en 17 ára...svakalega er hún orðin gömul. Með þessu áframhaldi nær hún mér...

until next time...
adios

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim