miðvikudagur, maí 07, 2008

Bookmark and Share

er grasið grænna hinum megin?


Tja, ég veit ekki....kannski stundum, en ekki alltaf. Ég hætti að nenna að blogga og ætlaði sko alveg að taka mér gott frí frá svoleiðis hlutum. Svo áður en ég vissi af var ég komin með síðu á Facebook. Það er nú meiri grauturinn. Miklu meiri tímaþjófur en nokkurn tímann bloggið. En ég get nú bara ekki lofað neinum svaka færslum hér...ég segi nú bara eins og hún amma mín (sem er sko ekki hætt að reykja, heldur langar hana bara ekkert í sígarettu), ég er ekki byrjuð að blogga, bara í smá pásu frá pásunni...eða eitthvað svoleiðis.

Talandi um gras. Það er verið að tyrfa fyrir utan íbúðina mína og mín er bara komin með grasrönd í garðinn sinn...svaka huggulegt. Hinir íbúarnir á jarðhæðinni létu helluleggja allan sinn skika, en mér finnst bara svo kósý að hafa gróður. Það er nú alveg á hreinu að grasið mitt er grænna en þeirra.

Ég hjólaði í vinnuna í morgun. Hélt að ég myndi láta lífið. Það var orðið frekar lint í dekkjunum (eða ég kannski orðin svona þung!!) og hvorki Atlantsolía, Orkan né ÓB eru með loftpumpu...ég rétt svo hafði það upp í skóla og ætlaði þá bara að fá lánaða pumpu hjá einhverjum öðrum, en það var bara enginn með pumpu. Jæja, þá fer ég bara út í Hagkaup og ætla að kaupa pumpu þar, en þar var allt annað en pumpa til á hjólið. Ég gat ekki hugsað mér að hjóla alla leiðina heim á grautlinum dekkjum, enda viðnámið svo mikið að hjólið rann varla niður brekku. Ég tók því á mig smá krók og hjólaði, móð og másandi, á N1 bensínstöðina við Víkurveg, þar sem Steinar á heima. Þar fékk ég loft í dekkin og þvílíkur og annar eins munur. Ég held að ég hafi barasta verið 50% fljótari heim heldur en í vinnuna. Þar sem ég er búin að nefna fjórar bensínstöðvar á nafn finnst mér ég ekki geta skilið hinar útundan...Skeljungur, Olís, Egó...er ég að gleyma einhverjum?

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim