allt á fullu
já, það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana. Kennslan er komin á fullt (þó svo nemendurnir séu það ekki) og brjálað að gera í uppgjörum og fundum hjá Karlinum. Við unum okkur bara vel hjá tengdó, þó það sé skrýtið að fara þangað að loknum vinnudegi en ekki 'heim'. Það er líka allt á fullu í nýju íbúðinni og er þar her manna að rembast við að klára stigaganginn okkar megin. Innréttingar eru komnar upp og flest tækin, að mér sýndist um helgina. Ég geri ráð fyrir að parket-maðurinn hafi hafist handa við að leggja parketið. Þetta er allt að smella saman. Maður hefði átt að taka myndir og skella inn til að leyfa fólki að fylgjast með framgangi framkvæmdanna... aldrei að vita nema maður hafi tíma til þess einhvern tímann áður en við flytjum inn.
Alla vega...back to work!
ÍRA
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim