vindasamt
já, það er vindasamt í borginni í dag. Við skelltum okkur í Bása áðan og slógum nokkra bolta, það var vandasamt. Ég á það til að 'slæsa' og hjálpaði rokið ekki til í dag...boltarnir sveigðu/fuku allir til hægri. Ef ég væri 'húkkari' þá hefðu þeir eflaust farið beint! Það er samt gaman að sveifla kylfu og reyna að slá boltann með henni. Ég bara hlakka til að komast út á völl og eltast við hvítu kúluna út um allt með kylfu að vopni. Skyldi mér takast að gera þetta að 'golfsumrinu mikla'?
Einhvers staðar er BMW eigandi sem veit ekki hvað hann er heppinn. Kalli dró nefnilega stóran plastkassa (ekki ósvipaðan og salt er geymt í við vegina), sem hafði fokið út á bílaplanið við Bása, burt frá bílnum. Hefði annars örugglega endað á því að fjúka inn í hliðina á bílnum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim