þriðjudagur, apríl 13, 2010

Bookmark and Share

OMG


Ég held að ég kunni ekki að blogga lengur. það er ansi langt síðan síðast...þá var ég ólétt og þó að ég sé búin að eignast barnið þá er ég ekki orðin létt, hvað er málið með það?
Það hefur ýmislegt gerst síðan síðast: það komu jól og áramót, barn, þorrablót, eldgos og páskar.

Ég ákvað að blogga smávegis í tilefni dagsins. Ég hef verið í mömmuleikfimi í World Class í Laugum undanfarnar 6 vikur og líkaði það rosa vel. Frábær kennari og alles. En nú er því námskeiði lokið og ákvað ég að feta í spor tveggja átrúnaðargoða minna og kaupa mér kort í WC (sem stendur fyrir World Class en ekki klósett) og stunda þar líkamsrækt a.m.k (sem er einnig upphafsstafir í nafni sonar míns) tvisvar í viku. Í dag var fyrsti tíminn minn í stöðvaþjálfun og þar fer sadisti með yfirumsjón. Jedúddamía hvað drengurinn minn er þungur núna, því áhersla tímans var á efri hluta líkamans...lóð, armbeygjur og réttur, meiri lóð, smá hopp (sem ég bara gat eiginlega ekki gert vegna mjólkurfulls barms, þó svo að Agnari Má muni eflaust þykja mjólkurhristingur góður ;) o.s.frv. En það er ekki aðalástæðan fyrir þessu bloggi...ástæðan er sú að ég setti drenginn minn í pössun í fyrsta skipti og það gekk bara vel. Hann svaf nánast allan tímann, var nývaknaður þegar ég kom og sótti hann. Þá sat hann sæll og glaður í fangi einnar konunnar í gæslunni. Merkilegum áfanga náð.

Ég verð nú að segja nokkur orð um átrúnaðargoðin mín, þær Sólu og Huldu Birnu. Önnur býr í Ártúnsholtinu og hin í Kópavoginum. Þær labba í klukkutíma eða svo með yngstu krílin sín í vagni (þær eru sko með sinnhvorn vagninn) í Laugar fara þar í sadistastöðvaþjálfun og labba svo til baka. Kannski mun ég einhvern daginn hafa það í mér að verða þeim samferða, allavega hluta leiðarinnar, því ég mun seint labba úr Mosó til að fara í Laugar.

 

2 Ummæli:

Anonymous Hulda Birna sagði...

Snillingur.. :) var að koma heim.. :)

Stóðst þig eins og hetja.. :)

13.4.2010, 13:29  
Anonymous Sóla sagði...

Já, algjör hetja! Mér finnst Kristrún eitthvað óvenju þung í dag. Það skyldi þó ekki vera út af fkn lóðalyftingunum í tímanum í morgun?

13.4.2010, 22:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim