fimmtudagur, júní 17, 2004

Bookmark and Share

Hæ hó jibbý jei og jibbý jei


Það er kominn sautjándi júní....

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru landar!!!
Ég mun eyða mínum þjóðhátíðardegi við lærdóm. Fæ reyndar að fara í tíma hjá 'undergrad' nemum þar sem ég fæ að tala íslensku...en auðvitað á enginn eftir að skilja neitt af því sem ég er að segja þannig að ég gæti bara bullað geðveikt. Þannig er mál með vexti að einn kennaranna minna er að kenna þennan kúrs sem er einhvers konar kennslufræði/fjölmenningarleg kennsla. Hún ætlar að fá nokkra af alþjóðlegu nemunum til að koma í tíma og kynna sig á sínu tungumáli. Svo eigum við að kynna okkur landið okkar á ensku...vonandi verð ég ekki Íslendingum til skammar, þar sem ég mun verða í forsvari fyrir alla íslensku þjóðina (nema nemarnir hafi fyrri reynslu af Íslandi og Íslendingum...sem ég stórefast um).
Annars eru bara áform um að halda sig heima við og vinna að ritgerð, umræðum í vefkúrsinum og fyrirlestri...býst við að helgin fari í þetta allt saman líka. Mikið hlakka ég til þegar þessi sumarönn er búin.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim