þriðjudagur, júní 08, 2004

Bookmark and Share

HEILAGAR HÆGÐIR!!!


Það er enn einn rignardagurinn hér í mið-Texas....ég fór semsagt í skólann í morgun og þá var bara smá rigning, sem er bara hið besta mál...gott fyrir gróðurinn, eins og hún mamma min segir alltaf. Eftir tímann þurfti ég að fara á bókasafnið og skila bók, sem er líka í góðu lagi þar sem bókasafnið er rétt hjá byggingunni þar sem tíminn minn var. Þá var aðeins meiri rigning en í morgun, en ekkert rosalegt samt. Ég fer inn í bókasafnið og er þar í ca. 5-7 mínútur. Ég klæði mig í regngallann og hef bakpokann undir jakkanum svo hún blotni síður, þannig að ég lít út eins og hringjarinn frá Notre Dame. Þegar ég kem út af bókasafninu er Guð gjörsamlega að hella úr fötum...ég fer á hjólið mitt og hjóla heimleiðis. En það rigndi svo rosalega mikið að regngallnn hafði varla undan að bægja vatninu frá. Það sem var að gerast er það sem hér er kallað 'flash flood' sem þýðir að það rignir svo mikið á svo skömmum tíma að ræsin hafa ekki undan og það fer allt á flot, þetta gerist mjög snöggt. Þar sem hjólareinin er í vegkantinum og eiginlega í ræsunum var allt á floti þar, auðvitað safnast allt vatnið saman við gangstéttarbrúnina þar sem það reynir að troðast niður í ræsið. Ég hjólaði semsagt heim í á....fólk hefur kannski hugsað með sér þegar það sá mig "É C Q Í Á"!!!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim