föstudagur, júní 11, 2004

Bookmark and Share

...daddara...


Ég þarf ekki að mæta í skólann á morgun (föstudag) vegna jarðarfarar Ronalds Reagans. Að því tilefni notaði ég tækifærið og eyddi deginum í að slæpast. Við Kate fórum í bíó klukkan hálf tvö í dag (það er aðeins ódýrara og við höfðum ekki mikið að gera). Við fórum að sjá Harry Potter og fangann frá Azkaban, hún var bara mjög góð...ekki alveg eins og bókin, en samt mjög skemmtileg afþreying. Eftir myndina hvíldum við okkur við sundlaugina hér í smá stund. Svo seinna um kvöldið fórum við og borðuðum með Laura, vinkonu Kate, og Stacey, vinkonu Laura. Það var aldeilis fínt. Fórum á mexíkóskan stað og lentum á þjónustustúlku sem var bara búin að vinna þarna í viku og hún var alltaf að gleyma okkur, þar sem við sátum úti og hún var líka að þjóna stórum hópi inni. En maður gat ekki verið vondur og gefið henni lítið þjórfé, hún var jú nýbyrjuð.
Við Kate stefnum svo á að fara til Longview á morgun og vera þar um helgina heima hjá foreldrum hennar. Það verður örugglega gaman, þau eru rosalega hress og skemmtileg, en við fórum þangað yfir helgi í haust og skemmtum okkur prýðilega. Ég verð þá að kveðja Jóa og Berglindi á morgun því þau eru að flytja til Tucson, Arizona á sunnudaginn...eða ætla að leggja af stað þangað á sunnudaginn, það tekur víst meira en einn dag bara að komast út úr Texas. Ætli við Kalli lítum ekki við hjá þeim þegar við keyrum frá Californiu í ágúst. Það yrði gaman.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim