mánudagur, júní 14, 2004

Bookmark and Share

komin 'heim'


þá er ég komin aftur til Bryan eftir alveg rosalega fína helgi. Við tókum því bara rólega í Longview. Fórum á laugardagsmorguninn á bæ stutt frá og tíndum bláber. Svo fengum við bláberjapönnukökur í morgunmat á sunnudaginn...aldeilis fínt. Restin af laugardeginum fór bara í afslöppun við sundlaugina, en foreldrar hennar Kate eru með fína sundlaug í bakgarðinum. Ég er reyndar öll útbitin eftir helgina. Greinilegt að moskítóflugurnar í Texas eru hrifnar af íslensku víkingablóði...án gríns ég er með meira en 10 bit, er ennþá að finna ný bit. Verst hvað mann klæjar helv...mikið undan þessu. Annars er bara nóg að gera í skólanum, sérstaklega þar sem ég eyddi mjöööög litlum tíma í lærdóm um helgina...hehe...smá slór í gangi, en ég næ alveg að halda mínu striki, enda bara vika eftir af öðrum kúrsinum. Ætli ég verði ekki að fara að læra núna. Ákvað bara að láta vita af mér. Chiao.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim