Planið!
Við ætlum að fara til Dallas á morgun. Trey og Shelley voru svo góð að ætla að leyfa okkur að gista hjá sér. Ég fer svo í gæsapartý á laugardaginn þar sem Kate verður gæsuð. Fjörið byrjar klukkan 7 um kvöldið á hóteli í miðbæ Fort Worth. Við munum svo gista á hótelinu um nóttina og Trey ætlar að hafa ofan af fyrir Kalla á meðan ég fer á djammið. Svo verð ég að skella mér í spíttgírinn í skólanum þar sem ég þarf að fara í munnlegt lokapróf til að útskrifast...það kemur í staðinn fyrir lokaritgerð. Ég fer að verað töluvert stressuð en hlakka geðveikt til þegar öllu verður lokið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim