fimmtudagur, maí 22, 2008

Bookmark and Share

ég er sko komin heim...


Ferðin til Portúgal var rosa fín. Það rigndi og var hálf íslenskt veður en það var kannski allt í lagi því að þá daga vorum við meira og minna inni að vinna. Á föstudeginum fórum við í heljarinnar rútuferð þvers og kruss um Portúgal sem endaði í Porto um kvöldið. Laugardagurinn var svo frjáls í Porto og þá var veðrið frábært. Svo flugum við heim á sunnudeginum. Það er nú alltaf gott að koma heim.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim