blessuð blíðan
já, veðrið lék heldur betur við okkur í dag. Við hjónakornin skelltum okkur í golf í Borgarnesi í þessari líka rjómablíðu. Það var alveg blankalogn og karlinn minn spilaði eins og hann fengi borgað fyrir það og lækkaði forgjöfina sína svo um munar, en ég aftur á móti lék eins og ég þyrfti sjálf að borga fyrir fugla og pör, enda fór lítið fyrir þeim. Þrátt fyrir að golf sé leiðinlegt þá var veðrið svo gott að maður gat barasta notið þess. Vonandi verður næsta golf skemmtilegt.
Nenni ekki að skrifa meira...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim