míns er búinn að kenna á þessu ári
og það er eitt af mörgu sem ég elska við þetta starf. Annað gott er að fá jákvæð ummæli frá nemendum. En eitt mesta 'kikkið' sem ég fæ út úr því að vera kennari er þegar maður sér glampann í augunum á nemendunum og kvikna á ljósaperunni yfir höfðinu á þeim þegar þeir skilja loksins eitthvað sem maður hefur verið að troða í hausinn á þeim. Ég hef nú ekki verið að kenna lengi, en mér finnst ákaflega gaman að heyra frá fyrrverandi nemendum sem tjá manni að maður hafi haft góð áhrif á þá að loknu námi. Þá sér maður að stundum gerir maður eitthvað rétt. Þrátt fyrir hinar mörgu góðu hliðar á kennarastarfinu er það ekki alltaf dans á rósum. Á þessari önn var ég með fjóra mjög erfiða hópa af nýnemum, stundum var ég við það að gefast upp og finna mér bara eitthvað rólegt skrifstofustarf. En svo fór ég í tíma með 403 hópunum mínum, þar sem hluti nemendanna voru hjá mér þegar þeir voru á fyrsta ári, og þá sér maður að þessi grey þroskast ótrúlega mikið (flest allavega) á tveimur árum. Ætli þetta sé ekki töluvert stökk fyrir krakkagreyin úr grunnskólanum og yfir í framhaldsskólann.
Ég segi þetta gott í bili...ætla að njóta þess að þurfa ekki að undirbúa kennslu í næstu viku.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim