miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Bookmark and Share

fyrst maður er byrjaður aftur...


verður maður þá ekki að halda áfram?
Ég er komin á 'fésbókina' og mér finnst hún mjög gott tæki til að hafa samband við fólk sem maður þekkir hvaðanæva að. Aftur á móti finnst mér ekkert varið í allt þetta dót sem verið er að senda á milli, enda opna ég síðuna mína ekkert svakalega oft og þegar ég geri það er allt fullt af alls konar 'requests' og 'invitations' og yfirleitt hafna ég því öllu saman...kannski hef ég meiri tíma til að skoða þetta þegar ég kemst í 'jólafrí'. Ég er búin að ljósrita prófin og þau eru komin í örugga vörslu prófstjóra þangað til þau verða lögð fyrir á mánudaginn. Þá tekur við yfirferðartörn en vonandi verður hún ekki löng. Síðan er planið að huga að jólunum, í rólegheitunum. Baka nokkrar sortir, skúra, skrúbba og bóna og að sjálfsögðu dunda sér við að gera jólalegt og huggulegt heima fyrir.
Það er ekki fjarri lagi að maður sé barasta alveg að fara að hlakka til jólanna!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim