ÉG
Ólafur Ragnar var í kaffi hjá Elísabetu Englandsdrottningu. Hann spyr hana hvernig hún fari að því að finna svona góðan mannskap til að vinna fyrir sig.
"það er nú einfalt mál" segir drottningin. "Ég legg eitt próf fyrir alla."
Ólafur spyr hvaða próf það er. Þá tekur Beta upp símann og hringir í Gordon Brown.
- "Hver er það sem er ekki systir þín, ekki bróðir þinn, en er samt barn foreldra þinna?"
Gordon Brown svarar "Það er ég sjálfur."
Þetta fannst Ólafi Ragnari mjög sniðugt og þegar hann kemur heim hringir hann í Dorrit og spyr hana sömu spurningar "Hver er það sem er ekki systir þín, ekki bróðir þinn, en er samt barn foreldra þinna?"
- "Hmmm...ég ætla aðeins að hugsa málið og svo læt ég þig vita" segir Dorrit. Hún hringir svo í Þorgerði Katrínu og spyr hana "Hver er það sem er ekki systir þín, ekki bróðir þinn, en er samt barn foreldra þinna?" "Nú, það er ég" segir Þorgerður.
Dorrit hringir í Ólaf og segir við hann "Óli minn, ég er komin með svarið. Það er Þorgerður Katrín!"
- "Nei, Dorrit mín," segir Ólafur glaðhlakkalega. "Það er Gordon Brown"
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim