Kaldar móttökur í Mosfellsbænum
Ég hélt að bæjaryfirvöld ættu að vinna FYRIR fólkið í bæjarfélaginu en ekki að vaða yfir það á skítugum skónum eins og þeim hentar. Það er sko alveg greinilegt að fólkið hefur lítið sem ekkert að segja þegar bæjaryfirvöldin taka upp á því að brjóta gegn deiliskipulagi og skerða þannig hagsmuni (og eignir) íbúa. Það er augljóst að ítrekuð mótmæli íbúa hafa ekkert að segja, því 'einræðisherrarnir' skelltu fram sömu hugmyndinni aftur, aðeins dulbúinni til að líta út fyrir að þeir séu að gera svakalega málamiðlun, og hafa greinilega haldið að íbúabjánarnir láti blekkjast, sem þeir gerðu EKKI. Þeir hlustuðu ekki einu sinni á okkar hugmyndir og uppástungur heldur vörðu sínar eins og þeir ættu lífið að leysa.
Svona er nú tekið á móti manni í Mosfellsbænum. Skítlegt eðli.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim