föstudagur, júlí 04, 2008

Bookmark and Share

stundarkorn í sveitinni


ég kíkti í sveitina mína á sunnudaginn og kom aftur í bæinn í fyrradag. Mér finnst svo gott að komast þangað að það hálfa væri nóg. Við fórum að Efri-Vík á þriðjudaginn til að hjálpa þeim að klára nýju herbergin, því það var von á fyrstu gestunum í nýju álmuna seinna þann dag. Það hafðist...en þetta var hörkuvinna. Nú bíð ég bara eftir því að komast aftur austur, en það verður alla vega ekki um þessa helgi.

DVD spilarinn okkar er í einhverju rugli. Hann vill ekki taka upp, segir að bla bla sé 'protected' og bla bla bla...svo læstum við tveimur myndbrotum sem við vildum ekki að yrði eytt. Í ljós kom að það þarf lykilorð til að opna þau aftur, en við vitum ekkert lykilorð og það var ekkert talað um neitt lykilorð þegar því var læst, bara einn takki og, voilà, læst!... en það er sko ekki einn takki og, voilà, opið!

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim