hlýnun hjarta og algjör gullmoli
Það er ekki frá því að manni hlýni um hjartarætur við að fá athugasemdir svona stuttu eftir að maður setur inn færslu eftir nokkurra mánaða bið. Mikið er ég heppin að eiga svona góða vini og ættingja :)
Mér finnst nemendurnir mínir líka frábærir...flestir allavega ;) Einn snillingurinn sagði við mig um daginn "þú bara talar ensku og labbar um...ég bara skil þig ekki" eftir að ég var búin að eyða mörgum mínútum (sem eru dýrmætar í kennslu) í að útskýra verkefnamöppu. Það besta er að ég hafði útskýrt allt á íslensku svo að það færi ekki á milli mála að þau skildu! Mér finnst þetta bara snilld, algjör gullmoli.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim