"dauði og djöfull"
svo ég vitni nú í hana frænku mína, Ásu Kristínu. En svona svaraði hún mér þegar ég spurði hana út í eitthvað allt annað en 'kreppu'ástandið í landinu. Ég verð bara að segja að ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar hún missti þetta út úr sér. Þetta virðist þó eiga vel við ástandið í viðskiptalífi landsins í dag.
Að allt öðru...Nú er önnin að verða hálfnuð og í næstu viku er miðannarleyfið. Þá ætla ég í sveitina að hjálpa mömmu og pabba við búskapinn. I love it!
Er ekki tími fyrir einn góðan? Eva frönskukennari og brandarakerling sendi mér þennan (á frönsku, reyndar, en ég reyni eftir bestu getu að snara honum yfir á okkar ylhýra):
Árið 1981
1 - Karl Bretaprins kvæntist.
2 - Liverpool varð Evrópumeistari
3 - Páfinn andaðist
Árið 2005
1 - Karl Bretaprins kvæntist.
2 - Liverpool varð Evrópumeistari
3 - Páfinn andaðist
Ef Karl Bretaprins kvænist aftur og ef Liverpool spilar til úrslita í meistaradeildinni, vinsamlegast varið páfann við.
þar til næst...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim