viðburðarrík hrekkjavaka
Við hjónakornin brölluðum ýmislegt í dag. Í hádeginu skruppum við upp í Mosfellsbæinn þar sem við skrifuðum undir kaupsamning fyrir nýju íbúðinni okkar...hún mun verða afhent í febrúar. Nú liggur bara fyrir að henda þeirri gömlu á sölu. Á leiðinni til baka eftir undirskriftina sagði Kalli að þetta væri fallegur dagur og góður dagur til að selja bíl (en Chryslerinn okkar hefur staðið á sölu í smá tíma). Síðan leið og beið og við lukum vinnudeginum.
Þegar Kalli var á heimleið sá hann bíl sem hann kannaðist við. Þegar nær dró sá hann að þarna var á ferð enginn annar en Chryslerinn okkar, ísjakinn...sá sem á að standa á sölu. Þar sem þetta var eftir lokun bílasölunnar fannst honum þetta nokkuð grunsamlegt og elti bílinn hér inn í neðra Foldaverfið (Jón spæjó á ferð).
Í tilefni dagsins ákváðum við að fá okkur snæðing á Ruby Tuesday á Höfðabakka og í leiðinni kíktum við í neðra hverfið til að athuga með ísjakann okkar, en hann var þar ekki. Þá ókum við framhjá bílasölunn, en hann var ekki þar. Djö...ég trúi ekki að bílasölugaurarnir skuli taka bílinn (eða lána hann) yfir nótt án þess að spyrja eigandann...hvað ef eitthvað kemur upp...hann er jú tryggður í okkar nafni!!! Þetta verður sko athugað á morgun....allavega...aftur að máltíðinni á RT. Hún var frekar döpur. Ég fékk mér humarpasta, sem mér fannst mjög gott þegar við fórum síðast á RT niðri í bæ, en þarna var það þurrt og með ansi lítilli sósu. Humarinn var líka ekki eins og hann á að vera, frekar þurr og brúnn. Maturinn hans Kalla var þó skárri, en rifin sem hann fékk sér hefðu þó mátt vera meira reykt. Þjónustan var ekkert sérstök; ég skil ekki af hverju íslenskt þjónustufólk kemur ekki að borðinu manns þegar maður er búinn að fá matinn til að spyrja hvort allt sé í lagi...
...Kalli var að skoða vefsíðu bílasölunnar núna áðan og fann hvergi ísjakann...hann er farinn af skrá hjá þeim...spurning um að hringja í lögguna og tilkynna bílinn stolinn!