þriðjudagur, maí 29, 2007

Bookmark and Share

pása


Ég ætla að taka mér bloggfrí í smá tíma. Læt kannski heyra í mér aftur í lok júní. Ég ætla að fara með fartölvuna mína í viðgerð.

Litla systir mín, hún Björk er að fara að útskrifast á föstudaginn og óska ég henni innilega til hamingju með það, svona fyrirfram.

Hafið það gott og munið að líta við seinna í sumar.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, maí 23, 2007

Bookmark and Share

lestrarsumar


Jæja, þá er míns búin...komin í nokkurs konar sumarfrí. Skólaárinu lauk í gær með fundarsetum og starfsmannaferð þar sem farið var í rútu til Stokkseyrarbakka. Við fórum á kajak, sem var bara fínt, en eftir það fórum við í sund. Í lauginni skiptum við í lið og spiluðum sundbolta, þar var hamast í þó nokkurn tíma, svakalega gaman, manni fannst maður bara yngjast um mörg ár og vera kominn aftur í grunnskóla, svo mikill var hamagangurinn. Eftir sundið (gjörsamlega uppgefin vegna lélegs úthalds) var skundað á veitingastaðinn Við Fjöruborðið. Þar fengum við að borða þvílíka dýrindis máltíð að ég vissi ekkki hvort ég ætti að hlæja eða gráta, þetta var svo góður matur. Við fengum humarsúpu í forrétt, og svo humarveislu í aðalrétt. Ég held að ég hafi borðað hátt í 20 humra. Mikið rosalega var þetta gott. Svo sötraði maður hvítvín með til að fullkomna þetta. Þetta var ákaflega vel heppnuð ferð, mikið sungið og trallað.

Það fækkar í enskukennarahópnum í haust og það þýðir að ég mun kenna fjóra áfanga á næstu önn, aðeins einn af þeim hef ég kennt áður í dagskóla, einn í kvöldskóla og tvo hef ég barasta aldrei kennt áður. Ég sé því fram á að eyða sumrinu í að lesa bækur fyrir önnina og meira að segja búa til verkefnahefti fyrir einn áfangann þar sem við fundum engar bækur við hæfi. Vonandi eru þetta skemmtilegar bækur sem ég þarf að lesa.

 

0 Ummæli

sunnudagur, maí 20, 2007

Bookmark and Share

Stolt af litla frænda...


Já, hann Ægir litli var að gera góða hluti á Norðurlandamóti í Svíþjóð - hann var valinn besti leikmaður mótsins - til hamingju frændi...kíkið á drenginn á vef Körfuknattleikssambands Íslands

 

0 Ummæli

miðvikudagur, maí 16, 2007

Bookmark and Share

þetta er allt að koma


Ég hef farið yfir öll prófin og skilað einkunnum af mér. Þá er prófasýningin og einkunnaafhendingin eftir auk starfsdaga á mánudag og þriðjudag.

Við vorum að koma af Josh Groban tónleikunum. Þetta voru rosalega góðir tónleikar, flott show. Mr. Groban kom mér svolítið á óvart, hann er mun fjölhæfari en ég taldi. Hann spilar mætavel á píanó og tók þetta þvílíka trommusóló á tónleikunum...bara helv. góður, strákurinn. Við sátum á mjög góðum stað, sjöunda bekk og sáum vel á sviðið. Ég er mjög sátt.

 

0 Ummæli

mánudagur, maí 14, 2007

Bookmark and Share

óskiljanlegt...


eins og þessi tölvutækni og internetið getur verið stórkostlegt þá er það oft á tíðum til vandræða. Ég nota hotmailið mitt og MSN-ið mjög mikið, á hverjum degi. Ég hef verið með sama lykilorðið í mörg ár og aldrei lent í neinum vandræðum með að skrá mig inn. Allt í einu í morgun gat ég ekki loggað mig inn...og ég get það enn ekki. Það kemur alltaf upp melding um að lykilorðið sé rangt, sem það er ekki. Ég er farin að halda að einhver hafi breytt lykilorðinu mínu. Þetta er mjög pirrandi því ég get hvorki skoðað póstinn minn né spjallað á messengernum....arrgh

 

0 Ummæli

föstudagur, maí 11, 2007

Bookmark and Share

blessuð stjórnmálin


ég mátti til með að henda þessum inn... svona í tilefni kosninganna:

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.
Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.

Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...

 

0 Ummæli

fimmtudagur, maí 10, 2007

Bookmark and Share

óákveðinn kjósandi


ég er ekki pólitísk manneskja, en mér finnst öll þessi kosningaloforð og stefnur renna saman í eitt hjá flokkunum. Ef þú, lesandi góður, veist ekki hvað þú ætlar að kjósa þá getur þú farið inn á www.xhvad.bifrost.is og svarað nokkrum spurningum sem geta gefið þér hugmynd um málefni hvaða flokks á best við þínar skoðanir. Ég prufaði þetta og það var nú engin afgerandi niðurstaða...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, maí 09, 2007

Bookmark and Share

að heiman og heim


Þá er ég komin að heiman úr sveitasælunni og heim í hjónabandssæluna. Það gekk nú ekki mikið á í sauðburðinum á meðan ég sat yfir....en rétt á meðan ég keyrði í bæinn í gærkvöldi báru sjö skjátur....þær hafa bara verið að bíða eftir að ég færi. Greyin hafa haldið í sér í sex daga!!!
Nú er hafin hjá mér annars konar yfirseta, yfir prófum. Hún er heldur rólegri en sú fyrri. Það styttist óðum í sumarfríið mitt...en fyrst skal haldið afmælis/kosninga/júróvisjón-teiti, Josh Groban tónleikar, prófayfirferð og starfsdagar...gaman gaman.

 

0 Ummæli

laugardagur, maí 05, 2007

Bookmark and Share

sveitin


hún er yndislegur staður. Það sem mér finnst svo frábært við sveitina, fyrir utan fólkið mitt, er friðurinn. Ég upplifði dásamlega stund í gærkvöldi þegar við mamma vorum að koma úr fjárhúsunum rétt eftir miðnætti. Það var blankalogn og myrkur fyrir utan smá birturönd yfir Síðufjöllunum. Eina hljóðið sem heyrðist var lágvær niðurinn af fossunum...svo kyrrlátt að maður fann friðinn hellast yfir sig. Svo er líka svo gott að sofa í sveitinni því þar eru engin götuljós til að lýsa upp herbergið. Maður getur haft gluggann galopinn og dregið frá og ekkert sem vekur mann nema fagur fuglasöngurinn að morgni. Gerist þetta yndislegra. (Svo sit ég hér inni og hangi í tölvunni því það er rok og rigning úti...)

 

0 Ummæli

þriðjudagur, maí 01, 2007

Bookmark and Share

ég og heilinn minn


ég þjáist af líkamlegu aðgerðarleysi. Heilinn minn er alltaf á fullu að hugsa um alls konar hluti og koma upp með fullt af hugmyndum um hitt og þetta, en líkaminn situr bara og gerir mest lítið. Kannski er það þess vegna sem ég endaði í kennslunni: 'those who can, do -- those who can't, teach'

 

0 Ummæli