fimmtudagur, janúar 31, 2008

Bookmark and Share

gjörsamlega laus við þörfina til að blogga


af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mér frí frá bloggskrifum í óákveðinn tíma. Þar sem ég fer enn á bloggrúnt og nota til þess hlekkina hér til hliðar mun ég ekki loka þessari síðu, strax.
Ef svo skemmtilega vill til að andinn komi yfir mig aftur, mun ég á einhvern hátt reyna að lokka lesendur aftur á síðuna.

Hafið það sem allra best.
...þar til næst...

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Bookmark and Share

snilld


Unnar er búinn að setja inn hjá sér video sem hann tók af stelpunum að tjútta í náttkjólunum sínum. Þetta er algjör snilld, sérstaklega þetta sem þær eru að dansa við lög af nýja diskinum hans Páls Óskars.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Bookmark and Share

allt á fullu


já, það er nóg að gera hjá okkur þessa dagana. Kennslan er komin á fullt (þó svo nemendurnir séu það ekki) og brjálað að gera í uppgjörum og fundum hjá Karlinum. Við unum okkur bara vel hjá tengdó, þó það sé skrýtið að fara þangað að loknum vinnudegi en ekki 'heim'. Það er líka allt á fullu í nýju íbúðinni og er þar her manna að rembast við að klára stigaganginn okkar megin. Innréttingar eru komnar upp og flest tækin, að mér sýndist um helgina. Ég geri ráð fyrir að parket-maðurinn hafi hafist handa við að leggja parketið. Þetta er allt að smella saman. Maður hefði átt að taka myndir og skella inn til að leyfa fólki að fylgjast með framgangi framkvæmdanna... aldrei að vita nema maður hafi tíma til þess einhvern tímann áður en við flytjum inn.

Alla vega...back to work!
ÍRA

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 13, 2008

Bookmark and Share

Flutt


Jæja. Við erum flutt og það gekk bara stórvel. Við fengum góðan hóp fólks til að aðstoða við flutningana og það var gert fyrir hádegi í morgun. Þökkum kærlega fyrir þann stuðning, sem og þann andlega sem við fundum fyrir á meðan á þessu stóð. Ekki einungis erum við búin að flytja búslóðina í Mosfellsbæinn, heldur er búið að þrífa íbúðina hátt og lágt...og afhenda hana nýjum eigendum. Allt að gerast.

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 11, 2008

Bookmark and Share

breytt tímasetning á flutningum


Við getum víst ekki fengið bílskúrinn á morgun....búhú. Við viljum ekki flytja á meðan verið er að sprauta eiturgufum á staðnum. Í staðinn verðum við komin á fætur fyrir allan aldur á sunnudaginn og flytjum dótið fyrir hádegi. Stefnt á milli 8 og 12.

Ef ykkur langar að fá ykkur sunnudagsbíltúr á milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar á sunnudagsmorguninn, þá eruð þið velkomin.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Bookmark and Share

flutningar


Við flytjum á laugardaginn. Munum fá flutningabíl á milli tólf og fimm, en vonandi verðum við ekki fimm klukkutíma að flytja dótið. Ef einhvern dauðlangar til að hjálpa okkur að flytja, bera tvo-þrjá kassa, þá er það velkomið. Bara hafa samband eða mæta í 'Bláa Húsið' uppúr hádegi á laugardaginn.

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 06, 2008

Bookmark and Share
EF YKKUR LEIÐIST....
þá getið þið kíkt á þessa síðu hér og gáð hvort þar séu video með einhverjum sem þið kannist etv. við...skrýtinn lítill strákur þar á ferð!!!

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 05, 2008

Bookmark and Share

aftur á fullt


ég hálfpartinn vildi að ég gæti sagt að rútínan væri komin af stað aftur eftir jólafríið, en svo er ekki. Hér er meira og minna allt í kössum, en við þurfum að skila íbúðinni af okkur um næstu helgi. Sem betur fer fáum við afnot af bílskúrnum í nýju íbúðinni þannig að við þurfum ekki að flytja búslóðina tvisvar. Ég hlakka mikið til að koma í nýju íbúðina, en verð að bíða eftir því í rúman mánuð, í millitíðinni verðum við hjá tengdó.
Kennslan byrjar á þriðjudaginn og ég er á síðasta snúningi að undirbúa mig fyrir önnina. Megnið af efninu er til fyrir en ég er að tína til nýtt efni svona til að breyta aðeins til. Maður verður víst að passa sig að staðna ekki í þessu starfi (segir kennarinn á þriðja kennsluári sínu) þó það sé þægilegt að kenna það sama aftur og aftur. Það þarf víst að halda sér við og 'up-to-date' í þessu starfi sem og öðrum. Verð að halda áfram að vinna....

góða helgi, eða það sem eftir er af henni!

 

0 Ummæli