fimmtudagur, júlí 29, 2004

Bookmark and Share
Atli, mannsefnið hennar Láru Kristínar frænku, á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn, Atli minn.

 

1 Ummæli

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Bookmark and Share

vaaaaááá!!! woooooow!!!


En dautt blogg, mar', þvílíkur letibloggari hér á ferð. Það er ekkert að frétta. Er búin að vera að vinna, ætla að hafa það gott um helgina og fer aftur til útlandsins á fimmtudaginn í næstu viku. Hafið það gott um Verslunarmannahelgina.

What a dead blog, dude, some lazy blogger. There is absolutely nothing to say. I have been working, am going to have a nice weekend and I am leaving for the foreign country next Thursday. Have a nice summer bank holiday weekend. (That's this weekend, Monday off, everybody goes camping, to outdoor concerts and gets drunk...woohoo!!...ok that's generalizing, but still!!!woohoo!!!)

 

0 Ummæli

sunnudagur, júlí 25, 2004

Bookmark and Share
Lára frænka mín á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn.

Er farin aftur út í sólina

 

0 Ummæli

laugardagur, júlí 24, 2004

Bookmark and Share
Í dag eiga Eiður og Dagný Valdimars afmæli...til hamingju með daginn, bæði tvö!!!

 

0 Ummæli

föstudagur, júlí 23, 2004

Bookmark and Share

Brúðkaupsmyndir...Weddingpictures


Ég hef sett á netið nokkrar myndir sem Davíð Andri bróðir tók í brúðkaupi Lindu systur og Unnars 10. júlí. Smellið hér.

I have uploaded some pictures that my brother Davíð Andri took at Linda's, my sister, and Unnar's wedding on July 10. Click here.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Ég er hér enn.....I'm still here


...er semsagt ekki farin af landinu enn. Það er bara búið að vera nóg að gera og leti þess á milli...svoooo þægilegt!
Í dag á Sallý afmæli og vil ég óska henni innilega til hamingju með daginn.

...have not left the country yet. I have been very busy and lazy in between...soooo nice!
Today, Sallý (my uncle's wife) has a birthday and I want to say happy birthday to her.

 

0 Ummæli

mánudagur, júlí 19, 2004

Bookmark and Share
Oops...I forgot to write the last post in English. It wasn't that important anyways...I just said that I really don't have anything to say. I went to Reykjavik and met with some of my friends. Besides that it is mainly work and a little bit of golf. Also, Emil Óli, the son of my friend, Ragga, is two year old today. But now I am going to eat some fish that my mom is cooking.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
ég hef barasta ekkert að segja. Ég fór og hitti snúrulúsirnar mínar á laugardagskvöldinu, það var rosa gaman. Svo er það bara vinna og golf.
 
Emil Óli, hennar Röggu vinkonu, á tveggja ára afmæli í dag. Til hamingju með það.
 
Nú ætla ég að fara að borða fisk.

 

0 Ummæli

laugardagur, júlí 17, 2004

Bookmark and Share
OK, ég hef semsagt ekkert annað að gera en að skrifa eitthvað bull hér inn á meðan ég er að bíða eftir að Kallinn minn komi inn á netið svo ég geti talað við hann.
 
OK, I obviously don't have anything else to do but to post some crap on my blog while I wait for my Kalli to log on to the messenger so I can talk to him.


 

0 Ummæli

Bookmark and Share
jiii....ég fer aftur í Ameríkuna eftir 20 daga...þetta er rosalega fljótt að líða. En mikið hlakka ég nú til að hitta manninn minn, ég hef ekki séð hann síðan 30. maí...Haldiði að það sé!!! Svo hefur verið svo mikið að gera í vinnunum og ég svo drullu þreytt, enda vön að sitja á rassg...tinu og lesa en ekki hlaupa upp og niður brekkur í Efri-Vík eða troða steinull í veggi, sem mann klæjar helv... mikið undan. En ég er nú ekki að kvarta, það er bara fínt að hafa eitthvað að gera.
 
I am going back to the States in 20 days...time sure goes by fast. But I really look forward seeing my man again, I haven't seen him since May 30....what do you think about that!!! Also, I have been very busy with my jobs and I am so freakin' tired each night, which is no wonder since I am used to sitting on my arse and read but not run up and down hills in Efri-Vík or stuffing insulation into walls, which by the way makes you itch like hell. But I am not complaining, I like having something to do.


 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Jæja = Well


Nú er ég búin að vinna 11 tíma í dag...5 í Efri-Vík og 6 í byggingarvinnu, aldeilis ágætt bara. Ætlaði að fara til Reykjavíkur í dag en nennti varla, skýst bara á morgun. En í dag á litla dídalakkatið hún Elísabet 3ja ára afmæli. Ég verð bara að knúsa hana þegar hún kemur austur á mánudaginn. Til hamingju með daginn, dúllan mín.
 
Today I have been working 11 hours...5 in Efri-Vík (the farm inn) and 6 in the construction job, it was mighty fine. I was planning on going to Reykjavík today, but I didn't feel like driving, I will go tomorrow. Today my little niece has birthday, she's turning three. I will have to hug her when she comes here on Monday. Happy birthday, my little cutiepie. 

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Bookmark and Share

Sorry Kate!!


I got here in one piece. The problem I had was that AirTran, the airline I took from Dallas to Minneapolis, doesn't have a baggage agreement with American Eagle or Icelandair, so I had to check my luggage in both in Dallas and Minneapolis. It went well and I didn't have any trouble with that, but I sure am glad that I was able to ship the golfclubs to Kalli instead of taking them with me to Iceland. In my flight from Dallas to Atlanta there was this HUGE guy sitting next to me, he had to pull up the handlebars between the seats and he needed an extension for his seatbelt. I only got 3/4 of my seat, he took the rest. I thought I had paid for a whole seat. But at least it wasn't that long flight. Then, I got a huge ass first class seat with Icelandair, so that made up for the three quarter of a seat I got with AirTran. My mom picked me up at the airport and we bought some red shoes to go with the dress, they are sooooo cute. Then we spent the last days before the wedding to get ready for it. The wedding itself went very well, my brother took a bunch of pictures, I will post them on the internet.

I have already started working at my uncle's farmhouse hotel, it has been quite busy. Me and my mom have also been helping another uncle and my dad to insulate a house they are building in Kirkjubæjarklaustur (the town) and have only had time to go once to play golf. I went with my dad on Monday night at 8pm to play a round of golf. It's like in Alaska, you can play golf all night long. I will try to keep all of you 'foreigners' posted on what I'm doing here in 'Niceland'

 

0 Ummæli

mánudagur, júlí 12, 2004

Bookmark and Share
já...míns er alveg að klikka núna...ég leit á dagatalið á tölvunni hans Hlyns og sá að það var kominn 12. júlí...hey!!! Lilja á afmæli í dag!!! En svo er bara ennþá ellefti...djís hvað maður getur verið ruglaður.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Hey!! Var næstum búin að gleyma....


...að ég ætlaði að skella ferðasögunni hér inn.

Minneapolis St. Paul International Airport, 6.júlí, 2004, klukkan 17:15.Þessi dagur hefur verið frekar langur og hann er sko engan veginn að verða búinn. Ég vaknaði rúmlega fjögur í morgun, fór í sturtu og lauk við að gera mig tilbúna fyrir langt og strangt ferðalag. Shirlee kom til mín rétt fyrir fimm. Við skutluðum töskunum í bílinn hennar og brunuðum á Easterwood flugvöllinn í College Station. Þar þurfti ég að bíða í smá stund áður en byrjað var að tékka inn, þar sem ekki margir komast í flugvélina tók það ekki langa stund. Þegar ég bað ‘tékkunarmanninn’ um að tékka töskurnar mínar alla leið til Íslands svo ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þeim á leiðinni sagði hann við mig að því miður hefði American Eagle ekki gert samning við AirTran um að tékka farangur. Ég þurfti því að sækja töskurnar mínar af færibandinu í Dallas og dröslast með þær til að tékka inn hjá AirTran. Það gekk svosem klakklaust, enda starfsfólkið á flugvellinum mjög hjálplegt. Sem betur fer þurfti ég ekki að taka töskurnar í Atlanta, enda framhaldsflugið með AirTran líka, en þar sem AirTran og Flugleiðir hafa ekki heldur gert samning um farangurstékk þurfti ég aftur að dröslast með töskurnar að tékkinu í Minneapolis. Það var svosem ekkert langt að fara á milli færibandsins og Icelandair afgreiðslunni þannig að ég lifði það nú af. Nú sit ég í biðsalnum við hlið G8 þaðan sem Flugleiðavélin á að fara eftir ca. 2 klukkutíma. Geðveikt kúl að hafa fartölvu til að hafa ofan af fyrir sér á meðan maður bíður. Takk, Dabbi minn.
Reynsla mín með AirTran er því miður ekki góð og er ég ekki viss um að fljúga með þeim aftur. Í fyrsta lagi, að geta ekki tékkað farangurinn alla leið er frekar leiðingjarnt. Í öðru lagi, þá lenti ég við hliðina á MJÖG STÓRUM manni (það voru bara tvö sæti í röðinni mín megin) og hann gat ekki einu sinni setið bara í sínu sæti, heldur tók hann að minnsta kosti fjórðung af mínu sæti. Mér leið eins og sardínu í dós, en rolan ég, sagði auðvitað ekkert, enda öll sæti í vélinni full. Sem betur fer sat ég við gangveginn, annars hefði ég getað kafnað með fésið upp við gluggan og enginn hefði tekið eftir því. Svo í tengifluginu frá Atlanta til Minneapolis sat ég þeim megin sem eru þrjú sæti. Ég sat við gangveginn og í hinum sætunum sátu tvær indælar konur, en fyrir aftan okkur sat afi nokkur með tvo litla stráka á aldrinum 2-5 ára. Þeir möluðu alla leiðina og sá sem sat fyrir aftan mig (eldri strákurinn ca. 4-5 ára) var alltaf að sparka í sætið. Ég leit nokkrum sinnum aftur fyrir mig og hann hætti, en byrjaði svo að sparka fljótt aftur. Ég skildi svosem ósköp vel hvað það hlýtur að vera erfitt að vera lítill strákur og sitja kyrr í rúma tvo klukkutíma. Mér tókst samt að dotta megnið af leiðinni. Ég er enn frekar sybbin og ætla að reyna að sofa í Flugleiðavélinni. Skondið hvað manni líður alltaf betur að komast að Flugleiðaborðinu og tékka sig inn og fara svo í Flugleiðavélina og láta íslensku flugfreyjurnar stjana við sig, það er alltaf ákveðinn léttir. En nú er lítið annað að gera en að bíða...

Í 30000 feta hæð....örugglega yfir Canada eða Guð má vita hvar!!Það má nú segja að Flugleiðir hafi bætt mér það allvel upp að hafa þurft að sitja við hliðina á feita kallinum í AirTran fluginu. Ég fékk semsagt sæti við glugga í röð 5, sem þýðir bara það að sætin eru það stór að feiti kallinn hefði léttilega getað komist í það. Þvílíkur og annar eins lúxus eftir að hafa verið í kremju fyrr í dag. En ég get nú ekki sagt það sama um matinn. Það var einhver osta- og skinkufyllt kjúklingabringa með hrísgrjónum og það var eins og það væri marmelaði eða einhvers konar sulta í botninum undir hrísgrjónunum. Fékk mig til að hugsa um mömmumatinn og mig var farið að langa í mömmupizzu, mömmugúllas, mömmuþetta og mömmuhitt...djís, bara algjör mömmustelpa.
Geðveikt kúl að geta bara skrifað ferðasöguna jafnóðum inn í tölvu. Yfirleitt þykist ég ætla að skrifa hana, en enda svo á því að nenna því ekki, eða vera búin að gleyma stórum hluta. jæja, ætli maður verði ekki að fara að leggja sig svo ég verði nú spræk þegar mamma kemur að sækja mig á flugvöllinn (hehe...minnti mig á “hún mamma kemur í bæinn bráðum...)

Svona fór um sjóferð þá...ég komst heim heilu og höldnu. Við mamma fórum í þetta líka fína morgunkaffi til tengdó í mosó, erinduðumst í Reykjavíkinni og héldum svo heim í sveitina þar sem alls konar brúðkaupsföndur beið okkar.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Ég vil óska Lilju frænku til hamingju með afmælið í dag.



Ég er semsagt komin heim á land ísa. Það er búið að vera mikið að gera síðan ég kom, allt á fullu í brúðkaupsundirbúningi. Svo er ég bara búin að vera löt þess á milli. En brúðkaupið gekk allt rosalega vel, allir sáttir og sérstaklega brúðhjónin, að mér skilst. Það var gaman að koma þarna saman og hitta alla skemmtilegu ættingjana. Takk fyrir kvöldið. Nú ætla ég að halda áfram að vera löt.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Bookmark and Share
Mig langar að óska Dabba bróður til hamingju með 22 ára afmælið í dag.
Svo eiga reyndar Börkur frændi og Viggi líka afmæli. Til hamingju með daginn allir saman.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Bookmark and Share
jæja, þá fer alveg að líða að því. Ég ætla að klára að ganga frá dótinu mínu og svo ætla ég að koma mér í háttinn, því ég þarf að vakna snemma í fyrramálið til að ná fyrstu vélinni minni af fjórum!!! Sjáumst á Fróni.

 

0 Ummæli

mánudagur, júlí 05, 2004

Bookmark and Share

Hún á afmæl'í dag...


Innilega til hamingju með afmælið, amma mín.

Ég hlakka til að sjá ykkur afa á miðvikudaginn...jú og auðvitað alla hina líka!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Í kvöld hef ég lært...


að meta ýlur. Það voru semsagt einhver hátíðarhöld við George Bush Library í dag og í kvöld í tilefni dagsins. Herlegheitin enduðu svo með þessari líka fínu flugeldasýningu. Það voru eintómar tívolíbombur, þannig að maður heyrði bara *búmm* *búmm* en það vantaði alveg ýluhljóðin. Manni finnst það eiginlega bara tilheyra flugeldasýningum!

 

0 Ummæli

sunnudagur, júlí 04, 2004

Bookmark and Share

hæ hó jibbý jei og jibbý jei það er kominn...


fjórði júlí...ætli ég eyði honum ekki bara í að taka til og þrífa íbúðina áður en ég held af landi brott

maður kíkir samt kannski út í sólina í smá stund...

 

0 Ummæli

laugardagur, júlí 03, 2004

Bookmark and Share
LOKSINS!!!
Þá er ég loksins búin á þessari blessuðu önn sem ég hélt að ætlaði aldrei að enda en samt svona eftirá finnst manni hún hafa liðið hratt hjá. Nú er bara að drífa sig í tiltekt og pökkun fyrir heimferð. Ótrúlegt að ég sé að koma heim á miðvikudaginn...og enginn Kalli!!!

 

0 Ummæli

föstudagur, júlí 02, 2004

Bookmark and Share

tveir á skrá í dag...


á afmælisdagatalinu mínu.

Laufey Lind, litla frænka mín er tveggja ára í dag og

Þurý vinkona er orðin gömul kona, eins og ég, en auðvitað bara í árum. Við erum alltaf ungar í anda

Innilega til hamingju með afmælin, dömur mínar.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Bookmark and Share

Út á lífið


Ég fór með Kate og Laura út að borða í gær, við ákváðum að halda aðeins upp á afmælin okkar Lauru (Linda kannast við að að ég er ekki bara afmælisbarnið á afmælisdaginn) og svo var þetta líka síðasta kvöldið sem Kate var í bænum þar sem hún er að fara til Alaska í þrjár vikur. Við fórum á On the Border, sem er mjög góður mexíkóskur staður. Við fengum okkur sitthvora margarítuna með matnum. Svo glopraði Kate því út úr sér við þjóninn okkar að við hefðum átt afmæli í vikunni...viti menn kemur hann og annar þjónn ekki bara með ís og súkkulaðiköku handa okkur. Ekki nóg með það, heldur létu þeir okkur standa upp á stól með salt og piparstauka í höndunum og áttum að dansa á meðan þeir sungu fyrir okkur...hversu amerískt er það!! Ég var nú ekkert alltof til í tuskið, en við létum til leiðast og gerðum okkur að fíflum, ég var allavega ekki ein í því og það er ekki eins og maður eigi eftir að hitta þetta fólk í framtíðinni. Svo vorum við að borga reikninginn þegar þjónninn kemur til okkar og spyr okkur hvort við værum nokkuð að flýta okkur. Okkur lá svosem ekkert á og hann bað okkur að hinkra í smá stund...ég verð nú að segja að mér leist ekkert á blikuna, sérstaklega því þjónarnir glottu út í annað í hvert sinn sem þeir gengu framhjá borðinu okkar. Stuttu seinna koma þeir með margarítur handa okkur, einhverja sérblöndu að þeirra sögn. Þær höfðu komið frá einhverjum þremur köllum sem sátu á borði skammt frá...þetta var bara eins og í bíómyndunum, ýkt asnalegt eitthvað. Ojæja, við sötruðum margaríturnar okkar og fórum svo að borðinu þeirra og þökkuðum fyrir okkur. Þeir spjölluðu pínu og það kom í ljós að Kate hafði verið að kenna 17 ára dóttur eins þeirra í fyrravetur...ji þetta var hálf hallærislegt eitthvað. Við bara þökkuðum pent fyrir okkur og létum okkur svo hverfa.

Eftir matinn var förinni heitið á skemmtistað sem heitir Cactus Canyon, þar sem vinkona Lauru var að halda upp á afmælið sitt. Þar voru einhverjir kallastripparar á ferð. Oh dear, okkur leist nú varla á blikuna þarna inni...sumar konurnar voru gjörsamlega að tapa sér yfir þessu. Við þökkuðum Guði fyrir að eiga svona góða menn og þurfa ekki að vera svona örvæntingarfullar. En okkur fannst þetta nú samt svolítið fyndið, hlógum bara og skemmtum okkur bara yfir þessu öllu, það þýðir ekkert annað. Við héldum svo heim á leið uppúr miðnætti.

 

0 Ummæli