mánudagur, janúar 30, 2006

Bookmark and Share

gaman gaman


þá er þorrablótshelgin liðin og eftir mikið gaman, mikinn bjór, litla þynnku og mikla þreytu verð ég bara að segja að þetta var rosalega gaman þrátt fyrir að hafa misst af nánast öllum skemmtiatriðunum þar sem ég sat í litla salnum við hliðina á súra matnum og illa lyktandi hákarlinum...en hangikjötið var fínt. Mikið var þessi setning löng.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Bookmark and Share

Ekki heil í heilsuvikunni...


Þessi vika er heilsuvika í Borgarholtsskóla og þá er tekið upp á ýmsum þrautum og keppnum í hádeginu auk gönguferðar ofl. ofl. Ég er aftur á móti ekki heil heilsu...er mætt í vinnuna samt, með hausverk og beinverki....ætla að þrauka þessa tvo tíma sem ég þarf að kenna og svo er ég farin heim undir teppi með próf til yfirferðar. Þannig lítur kvöldið út hjá mér.

Um helgina er stefnan svo tekin heim í heiðardalinn, eða Landbrotið öllu heldur, þar sem haldið skal á þorrablót. Það verður nú meira fjörið. Vona bara að það verði snjór þannig að maður geti kannski skellt sér á sleða og þeyst um túnin.

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 15, 2006

Bookmark and Share

frosinn heili!


ég bara veit ekki alveg hvað skal segja núna, er hálf tóm í hausnum (eins og svo oft áður). Helgarnar eru allt of fljótar að líða, það mætti lengja þær um einn dag. Við Kalli fórum í göngutúr í gær. Við röltum í Spöngina og fórum í Bónus og Hagkaup og svo röltum við heim aftur, eða réttara sagt klofuðum snjóinn heim aftur. Mér finnst alveg hreint yndislegt að hafa svona mikinn snjó, svona eiga veturnir að vera. Það mætti vera svona snjór í 3-4 mánuði á ári og svo má restin vera hlý og góð með smá rigningu öðru hvoru. Það væri alveg kjörið árferði. Hvert getum við fært landið til að mynda þess konar aðstæður?

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Bookmark and Share

út á inniskónum


Maður getur nú stundum verið svoítið utan við sig. Ég er með tvö pör af inniskóm í vinnunni, því það er bannað að vera inni á útiskóm. Áðan þegar ég var að fara heim, rölti ég niður stigann eins og vanalega, skipti um skó og svo rölti ég bara í bílinn og heim...í hinu inniskóparinu!!! Ég semsagt skipti bara um inniskó, í stað þess að fara í útiskóna. Soldið rugluð.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Bookmark and Share

meira bullið...


það var hálftíma frétt í kvöld um að nú væri fæddur 300 þúsundasti Íslendingurinn, greinilega gúrkutíð í gangi fyrst lopinn er teygður svona líka allsvakalega...en er það virkilega svo. Mér skilst að inni í þessari tölu eru allir þeir sem hafa hér lögheimili og þar á meðal eru allir erlendu verkamennirnir sem starfa vítt og breitt um landið. Ekki vissi ég að þeir væru Íslendingar. Það væri kannski annað ef þeir væru með íslenskan ríkisborgararétt. Annars ætla ég ekkert að velta mér mikið meira uppúr þessu, þó það fari óneitanlega í taugarnar á mér hversu ónákvæmur og óvandaður fréttaflutningurinn getur verið. Til dæmis verð ég stundum pirruð á að lesa fréttavefina, textavarpið og ónefnd ókeypis dagblöð því þar er svo oft allt morandi í stafsetningar- og málfræðivillum. Af hverju er þetta ekki lesið betur yfir?

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 06, 2006

Bookmark and Share

ég læt það bara allt flakka


ég ætlaði nú ekki að "hræða" mína dyggu lesendur með síðustu færslu...en ég bara var ekki í stuði til að tjá mig mikið. Elskulegur afi minn dó rétt fyrir jólin. Núna eru bara svo margar tilfinningar að berjast um í mér og ég veit varla hvernig ég get greitt úr þeim nema með tímanum. Mér finnst svo ömurlegt að afi skuli vera farinn, já það er ömurlegt. Ég er líka reið og örg yfir þessu, út í hvað veit ég ekki. Það er bara svo fúlt að geta ekki hitt hann og spjallað við hann aftur. Svo er söknuðurinn og sorgin svo mikil og stundum hellist það yfir mig af svo miklum krafti að ég finn til í hjartanu...svo þegar maður byrjar að gráta þá er svo erfitt að hætta...Hef samt reynt að halda því í lágmarki í almenningi...vissi ekki að ég væri svona mikill vælukjói. Ég er líka þakklát fyrir hafa haft afa svona lengi og fengið að alast upp nánast í fanginu hjá honum og ömmu. Það eru ekki allir 27 ára sem eiga tvo afa og tvær ömmur. Svo er það ákveðinn léttir að vita að honum líður vel núna, hjá horfnum vinum og ættingum, og ég er nokkuð viss um að hann fylgist vel með okkur. Ég er nú orðin það gömul að ég veit hvernig lífið og tilveran virkar...maður er ekki eilífur...en maður getur bara ekki undirbúið sig undir svona. Það er bara svo skrýtið að maður sem hefur alltaf verið til staðar skuli vera farinn. Já, það er nú skrýtið, þetta líf, og margt sem maður kemur aldrei til með að skilja.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Bookmark and Share

fúlasta alvaran


jæja þá er nú jólafríið að enda...kennarafundur og töfluafhending á morgum, svaka stuð. Þrátt fyrir að vera kennari finnst mér þessi jól ekki hafa verið neitt neitt. Greyið hann Kalli minn, sem og mörg önnur grey, þurftu að vinna megnið af jólunum. Það verður þá bara skárra næst...eða það ætla ég allavega að vona að maður þurfi ekki að ganga í gegnum svona skitujól aftur. Hugsa sér, búinn að borða allan þennan fína mat á aðfangadag og jóladag og svo fer það bara allt saman í vaskinn...eða réttara sagt, klósettið, upp og niður og svaka læti. Algjör óþverri!
Annars byrjar kennslan hjá mér á föstudaginn og held ég að það verði bara alveg ágætt að byrja aftur að kenna, hef varla gott af því að verða latari en ég er nú þegar.

 

0 Ummæli