sunnudagur, mars 26, 2006

Bookmark and Share

út að borða og í bíó


við Kalli skelltum okkur út að borða í gær. Því miður fórum við á Madonnu, en ég hef nú borðað betri pizzur en þær sem þar fást. Svo skil ég ekki málið með að rukka 300 kall fyrir eina litla kók í gleri...þvílíkt og annað eins okur og þetta er sko ekki eini íslenski matsölustaðurinn sem gerir þetta. Seinna um kvöldið fórum við með Herði í bíó og sáum hina íslensku stórmynd, Blóðbönd. Þetta var svosem allt í lagi mynd, þannig séð, en mikið rosalega var hún langdregin og viðburðarsnauð. Ekki það að allar myndir þurfi að hafa eitthvað "aksjón" en það er nú í lagi að eitthvað gerist í myndinni, það er varla að nokkrar tilfinningar hafi verið sýndar.

Ég sé fram á að eyða þessum fallega sunnudegi innandyra með stafla af ritgerðum. Get nú varla kvartað þar sem ég sjálf setti þessar ritgerðir fyrir, en stefnan er að klára að fara yfir allt svona bull í vikunni svo maður geti tekið páskafríið í afslöppun í Boston. Kalli minn er aftur á móti farinn í jeppaferð með Unnari-in-law og félögum úr Déjà-vu group. Vonandi er eins fallegt veður uppi á Langjökli eins og hér í borginni.

Nóg að sinni...best að koma sér að verki.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, mars 23, 2006

Bookmark and Share

talandi um að sýna lit


þá fór Hlynur bró á litaball í gær...greinilega svaka fjör. Sjáið gæjann.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 22, 2006

Bookmark and Share

best að sýna lit og svara löngu klukki


takk fyrir það Unnur Björk mín!!!

(x) verið ástfangin - er gífurlega ástfangin akkúrat núna
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(X) faðmað einhvern ókunnugan - einhvern tímann í leiklist
( ) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum - bara við systkini mín
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum - þá bara í göngutúr austur í Fossa eða að Kvíslinni...sárasaklaust!
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki - alls konar tilfinningar!
( ) verið handtekin/n - nautsj,ekki fyrirmyndarborgarinn ég!
( ) farið á blint stefnumót
(/) logið að vini/vinkonu - örugglega einhvern tímann...man samt ekki eftir því!
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) grátið svo mikið að þér finnst þú aldrei ætla að hætta
(x) svindlað í leik - ójá...afi kenndi mér að "hagræða" köplum
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - oft...var á næturvöktum í 118 og tók mér góða lúra í bókhlöðunni
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi - verð víst að viðurkenna það
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út - ávallt...nema kannski á feitu dögunum
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(/) verið týnd/ur - örugglega einhvern tímann...hef allavega gleymst!!!
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum - með Elísabetu, já
(x) sungið í karaókí - því miður, já
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(/) skrifað bréf til jólasveinsins - það hlýtur bara að vera...kannski muna mamma og pabbi það
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý..
( ) verið beðinn um að yfirgefa partýið
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig

ég svara bara fyrir mig og klukka Unnar og hans ektafrú!!!

 

0 Ummæli

mánudagur, mars 20, 2006

Bookmark and Share

ég asnaðist til að lesa bloggið hans Unnars


og var klukkuð!!!

Klukk frá Unnari

4 störf sem ég hef unnið.
uppvaskari á Óðinsvé, þjónn, 118 góðan dag og kennari

4 myndir sem ég hef séð oftar en einu sinni
Grease, Austin Powers...allar þrjár

4 staðir sem ég hef búið á
Fossar, College Station, Mosó Town og bláa húsið í Frostafold

4 uppáhaldssjónvarpsþættir
Family Guy, Mythbusters, Scrubs og Top Gear.

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
Costa del Sol á Spáni, Vancouver í Canada, New Orleans í USA og South Fork í Dallas.

4 heimasíður sem ég skoða daglega:
ekki sveitastelpan því hún segist ekki skoða mína daglega; fasteignavefur mbl.is, bhs.is, google.com, hotmail.com

4 uppáhalds réttir:
pizzan hennar mömmu, fajitas, lambalæri,nautasteik

4 Bækur sem ég les oft:
skólabækur: Peach Porridge, Kiwi Porridge, Pineapple Porridge og símaskrána...

4 Staðir sem ég óska þess að ég væri á núna:
í sveitinni minni, College Station, Longview, Pebble Beach.

4 sem eiga að afrita þetta og svara sjálf:
Fanný, Unnur Björk, Ernis, Dagný dúlla.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ég er þurrausin!!!

 

0 Ummæli

laugardagur, mars 11, 2006

Bookmark and Share

Útvarpsstjarna Íslands


Linda systir tók þátt í keppni um að verða valin útvarpsstjarna Íslands á KissFM og hefur komist áfram í 20 manna hópinn. Nú er komið að almenningi að velja hverjir verða í tíu manna úrvalinu og hvet ég alla til að fara á vefsíðu KissFM í næstu viku og kjósa stelpuna. Upptökur af keppendunum verða spilaðar á milli 10 og 12 á mánudag, miðvikudag og föstudag...kannski heyrið þið í Lindu! Ef þið eruð föst einhvers staðar úti á landi og náið ekki FM 89,5 má alltaf hlusta á útvarpið á netinu, því á heimasíðunni er hnappur (í efra hægra horninu) sem smella skal á til að hlusta.

Hmmm...ég ætti að fá borgað frá KissFM fyrir þessa auglýsingu!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 08, 2006

Bookmark and Share

það hlaut að vera


...ég var ekki að nenna að kíkja hingað sjálf því það var ekkert nýtt að frétta...var bara alveg búin að gleyma að það er undir mér komið að skrá fréttirnar!!! kjáninn ég.

Annars er alveg nóg að gerast hjá mér, það er bara ekkert voðalega fréttnæmt, svo er ég reyndar líka búin að vera óttaleg letibikkja. Við Kalli skelltum okkur reyndar austur síðustu helgi, ég þurfti að hlaða batteríin aðeins og tókst það með ágætum. Við þrifum og bónuðum bílinn og ég sópaði björgunarsveitarstöðina (óttalegir sóðar þessir björgunarsveitagaurar), svo rukum við á gemsana í fjárhúsinu og merktum þá með ofsa stórum merkjum þannig að auðvelt verður að bera kennsl á þá í réttunum í haust.

Linda systir átti afmæli þann 26. febrúar og bauð hún nokkrum skvísum heim í nett teiti. Eftir netta teitið var hringt í Böðvar og hann skutlaði mér, Lindu, Díönu og Sunnevu í bæinn þar sem hann var sko heldur betur málaður rauður!!!! Við héldum ekki heim á leið fyrr en undir morgun, eða rétt um hálf sjö! Það var nú meira stuðið.

Eeeeen...ég skal reyna að vera duglegri að skrifa, grunaði ekki að þessi síða væri svona stór hluti af lífi ykkar, kæru lesendur.

 

0 Ummæli